Bestu myndir ársins 2019 að mati Morgunblaðsins

Fjölmiðlar keppast við að birta topplista sína um hver áramót og voru nýliðin áramót engin undantekning. Einn þessara miðla var Morgunblaðið sem tók saman lista yfir þær kvikmyndir sem stóðu upp úr á árinu 2018, en tveir af kvikmyndagagnrýnendum blaðsins, Helgi Snær Sigurðsson og Brynja Hjálmsdóttir, völdu tíu myndir á þann lista, auk nokkurra til viðbótar af þeim bestu sem frumsýndar voru hér á landi á árinu og gagnrýndar í blaðinu.

Hér fyrir neðan er listi Morgunblaðsins ásamt umsögnum gagnrýnendanna:

The Favourite
„Hvert einasta smáatriði í The Favourite er úthugsað, óvænt og hlaðið og útkoman er frámunalega heillandi bíómynd.“ BH

Parasite
„Kvikmyndataka, klipping og sviðsmynd eru algjörlega frábærar og styðja vel við handritið, sem segja má að sé stjarna myndarinnar.“ BH

Marriage Story
„Stórkostlegar bíómyndir eins og Marriage Story eru ekki á hverju strái. Þetta er besta mynd Baumbachs og ein athyglisverðasta kvikmynd áratugarins sem lýkur brátt.“ BH

KAF
„ KAF er algjör „feel-good“-mynd, kannski er þetta ný grein: vellíðunarheimildarmyndir.“ BH

Spider-Man: Into the Spider-Verse
„Útlitslega er Into the Spider-Verse ein flottasta teiknimynd síðustu ára. Sérstaklega eru lokaatriðin ótrúleg að sjá; nánast eins og maður sé genginn inn á popplistasýningu.“ ÞGS

Shoplifters
„ Búðarþjófar er fyrst og fremst mannleg saga en það verður ekki hjá því komist að lesa hana líka sem pólitískt verk.“ BH

Hvítur, hvítur dagur
„ Hvítur, hvítur dagur er frábær mynd og með henni sanna Hlynur og teymi hans að þau eru ekki einungis rísandi stjörnur heldur listamenn á heimsmælikvarða.“ BH

Little Joe
„Myndin er algjört hlaðborð fyrir skilningarvitin, sviðsmyndin og búningarnir eru stórkostlegir, klippingin er snjöll og kvikmyndatakan algjörlega óaðfinnanleg.“ BH

Jusqu‘à la garde
„Fyrsta flokks kvikmynd eftir leikstjóra sem mun eflaust láta frekar að sér kveða í framtíðinni.“ HS

The Lighthouse
„ The Lighthouse er rosaleg mynd, blýþung, ágeng og hávær og það er mögnuð upplifun að sjá hana í bíó.“ BH

Eftirfarandi kvikmyndir komust einnig á blað yfir þær bestu á árinu hjá gagnrýnendum Morgunblaðsins: Once Upon a Time in… Hollywood, Bergmál, Agnes Joy, Knives Out, Us, Dronningen, Girl, Green Book og Synir Danmerkur.
( HSS: Helgi Snær Sigurðsson, BH: Brynja Hjálmsdóttir, ÞKS: Þorgrímur Kári Snævarr.)