Tvær nýjar í bíó – The Accountant og Sjöundi dvergurinn

Samfilm frumsýnir tvær nýjar myndir föstudaginn 4. nóvember nk., spennumyndina The Accountant, með Ben Affleck, Anna Kendrick, J.K. Simmons og John Lithgow í aðalhlutverkum, og  Sjöunda dverginn, sem er eldfjörug fjölskyldumynd með íslensku tali.

The Accountant

Christian Wolff var sannkallað undrabarn í stærð- og rúmfræði á kostnað félagslegra hæfileika enda var hann alltaf einn með sjálfum sér. Nú þegar hann er orðinn fullorðinn vinnur hann við að hvítþvo peninga hættulegustu glæpasamtaka heims með alls konar bókhaldsbrellum. En blikur eru á lofti.

Sjáðu stiklu úr The Accountant hér fyrir neðan:

The Accountant er nýjasta mynd leikstjórans Gavins O’Connor sem m.a. gerði verðlaunamyndirnar Tumbleweeds, Pride and Glory og hina frábæru mynd Warrior sem er nú í 146. sæti Imdb-listans yfir bestu myndir allra tíma. Hér vinnur O´Connor eftir handriti Bills Dubuque sem var árið 2011 á svarta listanum í Hollywood yfir áhugaverðustu handritin. Um tíma stóð til að Coen-bræðurnir myndu taka verkið að sér og þá með Mel Gibson í aðalhlutverki.

accountAðalhlutverk: Ben Affleck, Anna Kendrick, J.K. Simmons, Jeffrey Tambor, Jon Bernthal, Cynthia Addai-Robinson og John Lithgow

Leikstjórn: Gavin O’Connor

Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: 16 ára

Áhugaverðir punktar til gamans: 

  • The Accountant var frumsýnd fyrir skömmu í Bandaríkjunum og hefur fengið fína dóma margra gagnrýnenda. Hún er þegar þetta er skrifað með 7,8 í meðaleinkunn frá rúmlega níu þúsund almennum áhorfendum á Imdb.com, en margir þeirra gefa henni fullt hús, eða 10, og eru á því að þetta sé besta mynd ársins hingað til.
  • Sagan í myndinni gerist í borginni Plainfield í Illinois og að hluta til í Chicago. Hún var hins vegar öll tekin upp í Atlanta í Georgíuríki.

 

Sjöundi Dvergurinn

Á átjánda afmælisdegi Rósu prinsessu koma allir í konungsríkinu til að samgleðjast henni, þar á meðal Mjallhvít, dvergarnir sjö, Rauðhetta, Öskubuska og fleiri þekktar ævintýrapersónur. En þegar yngsti dvergurinn, Bóbó, verður þess valdandi að Rósa stingur sig og fellur í 100 ára dásvefn kemur það í hlut hans og hinna sex dverganna að bjarga málunum.

Sjöundi dvergurinn er eldfjörug og fyndin fjölskyldumynd sem eins og sést sækir innblásturinn í ævintýri sem allir kannast við. Hún er að sjálfsögðu vandlega talsett á íslensku svo allir geti notið hennar jafnt.

Eftir að Rósa prinsessa sofnar kemur í ljós að eina leiðin til að vekja hana aftur er að hún fái koss frá sínum heittelskaða Jack. Vandamálið er að Jack er í haldi illu drottningarinnar Dellamortu og er í gæslu risadrekans Brennis sem lætur enga dverga segja sér fyrir verkum!

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

Íslensk talsetning: Ævar Þór Benediktsson, Arnar Dan Kristjánsson, Lísa Pálsdóttir, Steinn Ármann Magnússon, Þórdís Björk Þorfinnsdóttir, Halldór Gylfason, Orri Huginn Ágústsson, Albert Halldórsson
og fleiri

Leikstjórn: Rósa Guðný Þórsdóttir

Bíó: Sambíóin Álfabakka, Egilshöll, Kringlunni, Akureyri og Keflavík, Selfossbíó, Ísafjarðarbíó og Bíóhöllin Akranesi

Aldurstakmark: Leyfð