Nýtt í bíó – Inferno

Spennutryllirinn og ráðgátan Inferno verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 14. október, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri.

inferno-mynd
Tom Hanks mætir nú í þriðja skiptið til leiks í hlutverki táknkfræðingsins snjalla Robert Langdon, í leikstjórn Ron Howard. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Dan Brown. Áður hafa komið myndir eftir Dan Brown sögunum Englar og djöflar og Da Vinci Code. 

Í Inferno rankar Langdon við sér á ítölskum spítala og þarf skyndilega að leysa gátur tengdar miðaldaskáldinu Dante. Hann þjáist af minnisleysi og fær aðstoð frá lækni á spítalanum, Siennu Brooks (Felicity Jones), í þeirri von að hún geti læknað minnisleysið. Saman etja þau kappi við tímann og ferðast um alla Evrópu til að stöðva vitfirring sem hyggst smita fjölda manns með veiru sem gæti þurrkað út helming mannkyns.

Áhugaverðir punktar til gamans: 

– Inferno er byggð á samnefndri fjórðu bók Dans Brown um ævintýri táknfræðingsins Roberts Langdon, en hún kom út í maí 2013 og fór beint í fyrsta sæti New York Times-bóksölulistans þar sem hún sat í ellefu vikur. Bókin hefur í dag selst í meira en sex milljónum eintaka.

– Inferno er eins og kunnugt er þriðja myndin sem gerð er eftir bókum Dans Brown, en þær fyrri voru The Da Vinci Code (2006) og Angels & Demons (2009). Tom Hanks hefur leikið Robert Langdon í þeim öllum undir leikstjórn Rons Howard. Þess má til gamans geta að Dan Brown hefur sagt að hann eigi eftir að skrifa margar fleiri bækur um Robert Langdon og leit hans að fornum táknmyndum.

– Handritið að Inferno er skrifað af David Koepp sem skrifaði m.a. handritin að myndunum Death Becomes Her, Jurassic Park, Carlito’s Way, Stir of Echoes, Mission: Impossible, Panic Room, Spider-Man, War of the Worlds, Premium Rush og fleiri þekktum myndum.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan og plakat þar fyrir neðan:

Leikstjóri: Ron Howard
Leikarar: Tom Hanks, Felicity Jones og Ben Foster

Aldurstakmark: 12 ára.

inferno-plakat