Han Solo Star Wars myndin fær nafn

Nú þegar tökum er að ljúka á myndinni sem hingað til hefur verið kölluð Star Wars kvikmyndin um Hans Óla ( Han Solo ) sem er án titils, þá hefur leikstjórinn, Ron Howard, nú loksins ljóstrað upp leyndarmálinu mikla um hvað myndin á að heita.  Og svarið er: Solo: A Star Wars Story.  Hér fyrir […]

Bróðir Han Solo leikstjóra fær hlutverk í myndinni

Clint Howard, bróðir hins rómaða leikstjóra Ron Howard, á það til að birtast í kvikmyndum bróður síns, þó að hann sjáist oftar í ódýrari myndum en Ron er þekktur fyrir að gera. Nú munu þeir bræður leiða saman hesta sína enn á ný í nýju Han Solo hliðar-stjörnustríðsmyndinni, sem Ron Howard leikstýrir. Þetta staðfesti eldri […]

Willow endurfundir í Han Solo mynd

Síðan leikstjórinn Ron Howard tók við leikstjórnartaumunum í nýju Han Solo hliðar-stjörnustríðsmyndinni, þá hefur hann verið duglegur að birta færslur á samfélagsmiðlum, meðal annars dularfullar ljósmyndir af tökustöðum. Nýlega gaf hann sér tíma til að tjá sig lítillega um mögulegt framhald ævintýramyndarinnar skemmtilegu Willow, en 30 ár eru síðan Howard leikstýrði vini sínum Warwick Davis […]

Nýtt í bíó – Inferno

Spennutryllirinn og ráðgátan Inferno verður frumsýnd á föstudaginn næsta, þann 14. október, í Smárabíói, Háskólabíói, Laugarásbíói og Borgarbíói, Akureyri. Tom Hanks mætir nú í þriðja skiptið til leiks í hlutverki táknkfræðingsins snjalla Robert Langdon, í leikstjórn Ron Howard. Myndin er gerð eftir samnefndri metsölubók Dan Brown. Áður hafa komið myndir eftir Dan Brown sögunum Englar og […]

Óþekkjanlegur Hemsworth á Instagram

Thor-leikarinn Chris Hemsworth hefur lokið tökum á In the Heart of the Sea. Hann hefur sett mynd af sér á Instagram sem sýnir hversu mikið hann þurfti að grenna sig vegna hlutverksins. Eins og sjá má er kappinn nánast óþekkjanlegur á myndinni. „Var að prófa nýja megrun- eða æfingaáætlun sem heitir Lost At Sea. Ég mæli […]

Ron Howard gerir heimildarmynd um Bítlana

Óskarsverðlaunaleikstjórinn Ron Howard mun leikstýra nýrri heimildarmynd um tónleikaferðalög Bítlana. Eftirlifandi meðlimirnir Sir Paul McCartney og Ringo Starr munu m.a. aðstoða hann við að afla sér heimilda. Eins og fyrr segir þá ætlar Howard að einbeita sér að tónleikum og tónleikaferðalögum hljómsveitarinnar, en þeir hættu að spila á tónleikum árið 1966. Framleiðslufyrirtækið Apple Corps Ltd, mun […]

Netflix hefur áhuga á Stephen King

Maðurinn á bakvið vefsíðuna Netflix, Ted Sarandos, segir í nýlegu viðtali að það sé áhugi fyrir því að gera sjónvarpsþætti eftir bókaseríu Stephen King. Sarandos og Ron Howard, framleiðandi og sögumaður Arrested Development hafa báðir áhuga á Stephen King og þá sérstaklega bókaseríunni The Dark Tower, sem fjallar um síðasta byssu-riddarann Roland Deschain. „Ég og […]

Keppinautar í Formúlu 1 – Fyrsta stiklan úr Rush

Ný stikla er komin fyrir sannsögulega kappakstursmynd leikstjórans Ron Howard, Rush, með ástralska leikaranum Chris Hemsworth í aðalhlutverkinu. Myndin fjallar um keppinautana í Formúlu 1, þá James Hunt og Niki Lauda sem Daniel Brühl leikur. Sjáðu stikluna hér fyrir neðan: Miðað við það sem sést í stiklunni þá er hér á ferð dramatísk og spennandi […]

The Dark Tower verður gerð

þrátt fyrir að stóru áform Ron Howards og framleiðenda Dark Tower-myndanna virtust á bak og burt, hefur verkefninu verið veitt nýtt líf. Planið var að gera þríleik kvikmynda og tvær mini-seríur byggðar á stærstu bókaseríu Stephen Kings. Bækurnar fjalla um persónuna Roland Deschain, kúrekalegan harðjaxl í heimi auðnar og myrkrar fantasíu, sem svífst einskis til […]

Howard leikstýrir sérkennilegri ofurhetju

Leikstjórinn Ron Howard hefur tekið að sér leikstjórn á myndinni 364, en mynd sú mun kynna til sögunnar heldur sérkennilega ofurhetju. Sagan fjallar um mann sem eyðir hverju ári í að ákveða hvað hann mun gera þann staka dag ársins sem hann fær ofurkrafta. Já, ofurhetja sem er aðeins gædd kröftum einn dag á ári […]

Javier Bardem við það að hreppa Dark Tower

Í viðtali við MTV lét framleiðandinn Brian Grazer það í ljós að Javier Bardem væri nálægt því að hreppa aðalhlutverkið í Dark Tower-seríunni sem nú er verið að vinna í. Bardem færi með hlutverk byssugarpsins Roland Deschain. „Javier er nánast staðfestur. Hann vill gera þetta og við erum mjög spenntir.“ sagði Grazer. Aðspurður hvort aðrir […]

Mortensen íhugaður fyrir Dark Tower

Í september síðastliðnum tilkynntu Universal Pictures að gerðar yrðu þrjár kvikmyndir og sjónvarpssería byggð á Dark Tower bókaseríunni víðfrægu eftir Stephen King. Um svipað leyti kom í ljós að Ron Howard myndi leikstýra og Akiva Goldsman myndi skrifa handritin. Howard hefur leikstýrt myndum á borð við A Beautiful Mind, sem Goldsman skrifaði. Dark Tower serían […]