Jack Reacher 2 frumsýnd á næsta ári

Paramount fyrirtækið hefur tilkynnt að framhald Tom Cruise myndarinnar Jack Reacher, komi í bíó 21. október 2016.

Fyrri myndin var góð skemmtun og ástæða til að byrja að hlakka til framhaldsins!

jack-reacher-tom-cruise_0

Leikstjóri fyrri myndarinnar, og Mission Impossible — Rogue Nation, Christopher McQuarrie, yfirgefur leikstjórastólinn, en í hans stað er kominn  The Last Samurai leikstjórinn Edward Zwick. 

Fyrri myndin, sem gerð var eftir spennusögu Lee Child, þénaði 138,8 milljónir Bandaríkjadala í bíó um allan heim, þar af 80,1 milljón í Bandaríkjuum.

Titilpersónan, Jack Reacher, er fyrrum herlögreglumaður, sem þvælist um landið og tekur til hendinni þar sem þörf er á.

Það er ekki skrýtið að gert sé framhald á Jack Reacher, enda sýndi Tom Cruise og sannaði í fimmtu Mission Impossible myndinni, Mission Impossible: Rogue Nation, að fólk flykkist enn í bíó að sjá myndir hans; myndin hefur nú þegar þénað meira en 480 milljónir dala um heim allan.