Hver er í ósköpunum er Alexander Rhodes?

Þegar kvikmyndavefurinn vinsæli imdb.com er skoðaður virðist við fyrstu sýn sem auka, auka, aukaleikarinn Alexander Rhodes leiki aðalhlutverkið í myndinni Jack Reacher. Það er að sjálfsögðu ekki raunin, enda er stórstjarnan og Íslandsvinurinn Tom Cruise aðalstjarna myndarinnar í hlutverki spæjarans Jack Reacher.

Ástæðan fyrir því að Alexander þessi hefur skotist upp á stjörnuhimininn, amk. á imdb.com, er að Rhodes var að kynna sig á redditt.com vefnum, og samfélagið sem notar  reddit.com fór að skoða prófílinn hans. Þegar notendur vefjarins uppgötvuðu að eftir því sem þeir skoðuðu prófílinn oftar, því ofar fór nafnið hans á lista yfir leikara í myndinni. Notendur linntu ekki látum fyrr en Rhodes var orðinn aðalmaðurinn í myndinni!

Galdurinn við þetta er sá að leikarar á imdb.com eru flokkaðir í röð á bíómyndum eftir því hversu oft prófíllinn þeirra er skoðaður, og notendur redditt.com tóku sig til og opnuðu prófílinn hans það oft að þeir náðu að koma nafninu hans efst á listann, ofar en nafni aðalstjörnunnar, Tom Cruise.

Það er heldur ekki nóg með að hann sé efstur á imdb.com, heldur er hans núna getið efst þegar Jack Reacher er slegið inn í Google!

 

 

 

 

 

Jack Reacher fjallar um samnefndnan spæjara, sem rannsakar mál leyniskyttu úr hernum sem myrðir fimm manneskjur af handahófi. Myndin verður frumsýnd í desember nk. Spurning að hafa augun opin fyrir Alexander Rhodes þegar þar að kemur …