Cruise í Óminni – ný mynd

Nýjasta mynd Tom Cruise, Jack Reacher, er nú í bíó hér á Íslandi. Fyrir þá sem vilja sjá meira af leikaranum, þá er ekki langt að bíða næstu myndar. Myndin Oblivion, eða Óminni í lauslegri íslenskri þýðingu, sem var tekin hér á landi síðasta sumar að hluta, er skammt undan, og nú hefur verið birt ný ljósmynd úr myndinni. Áður höfum við séð stiklu og plakat.

Sjáðu myndina hér að neðan:


Myndin gerist í framtíðinni þegar jörðin er orðin óbyggileg. Það sem eftir lifir af mannkyni býr í einskonar skýjaborgum svífandi yfir jörðu. Myndin er gerð eftir skáldsögunni Oblivion og fjallar um hermann sem er sendur til yfirborðs jarðar til að leita uppi og tortíma framandi og óvinveittum lífverum. Njósnafar hans skemmist og hermaðurinn situr einn fastur á jörðinni. Tom Cruise leikur hermanninn sem lendir óvænt í því að rekast á fallega konu á jörðinni og þarf hermaðurinn að meta hvort konan sé raunveruleg manneskja eða dulbúin óvinveitt geimvera, sem honum ber að drepa.
Ásamt Cruise leika í myndinni þau Morgan Freeman, Olga Kurylenko, Andrea Riseborough, Nikolaj Coster-Waldau og Melissa Leo.

Myndin verður frumsýnd 19. apríl í Bandaríkjunum.