Ný Jack Reacher mynd í gang

JACK REACHERKvikmyndafyrirtækin Paramount Pictures og Skydance Productions hafa sett nýja Jack Reacher mynd í gang, sem yrði framhald myndarinnar Jack Reacher frá árinu 2012 með Tom Cruise í aðalhlutverkinu. Myndin er gerð eftir spennusögu Lee Child, Never Go Back, sem kom út nú í haust.

Í sögunni fer Reacher aftur til herstöðvarinnar sinnar í Virginíu til að bjóða konu í mat sem er núna yfirmaður í herstöðinni. Þegar hann kemur til herstöðvarinnar er hann handtekinn, og sakaður um að hafa barið mann og barnað konu. Hann man eftir hvorugu, en notar hyggjuvit sitt til að komast til botns í málinu.

nevergo__131209232256Myndverin og Cruise sjálfur eru að vona að leikstjóri fyrri myndarinnar, Christopher McQuarrie, snúi aftur í þessa mynd.

Fyrri myndin kostaði 57 milljónir Bandaríkjadala, og þénaði 218 milljónir dala. Menn urðu því fljótlega spenntir fyrir því að gera fleiri myndir.

Von er á  fyrstu stiklu nú í vikunni fyrir nýjustu mynd Cruise, Edge of Tomorrow.