Fékk milljarð fyrir The Interview

Seth Rogen fékk rúman milljarð íslenskra króna og James Franco rúmar 800 milljónir króna fyrir leik sinn í The Interview. Þetta kemur fram í gögnum sem Bloomberg fréttaveitan hefur undir höndum og fengust í tölvuárás sem gerð var á Sony kvikmyndafyrirtækið á dögunum.

the-interview

Myndin, sem kostaði að sögn 5,5 milljarða íslenskra króna, borgaði fyrrum eiginmanni Britney Spears, Kevin Federline, rúman 600 þúsund kall íslenskar, fyrir gestahlutverk í myndinni.

The Interview fjallar um tvo blaðamenn sem fá það verkefni að taka leiðtoga Norður Kóreu, Kim Jong-un, af lífi.

Alríkislögreglan bandaríska, FBI, rannsakar nú tölvuárásina, sem er ein sú versta af þessari tegund í sögunni.

Hakkararnir sem stóðu að baki árásinni kalla sig The Guardians of Peace, og segjast ætla að birta fleiri upplýsingar úr árásinni á næstu vikum.