Hurley verður Drottning á E!

elizabeth HurleyBreska leikkonan Elizabeth Hurley hefur hreppt aðalhlutverkið í klukkutímalöngum prufuþætti af sjónvarpsmyndaseríu sem E! sjónvarpsstöðin hyggst framleiða ef vel gengur. Þættirnir heita The Royals og eru samtímadrama um skáldaða konungsfjölskyldu. Þættirnir eru að hluta til ævintýri og að hluta til „víti til varnaðar“- saga. Sögunni í þáttunum er lýst sem sögu af konum og mönnum sem eru gjörspillt af völdum, auði og þrá.

Hurley mun leika hina kynþokkafullu, brögðóttu og mótsagnakenndu drottningu Helena, sem reynir hvað hún getur að sætta sig við fráfall elsta sonar síns og vinna úr vandamálum sem þessu fylgja ásamt eiginmanni sínum, konunginum Simon.

Þau þurfa nú að vinna að því að koma í veg fyrir að samband næst elsta sonarins, og nú konungsarfans, og bandarískrar kærustu hans, nái að þróast of langt.

Hurley lék nýlega í nokkrum þáttum af sjónvarpsþáttunum Gossip Girl.

Auk The Royals hefur E! sjónvarpsstöðin gefið grænt ljós á gerð prufuþáttar af sjónvarpsþáttunum Songbyrd, en það fer svo eftir hvernig til tekst með gerð prufuþáttanna, hvort framleidd verði sería eftir öðrum hvorum prufuþáttanna, eða báðum.