Die Hard 5 í erfiðleikum en fær leikstjóra

Die Hard 5 virðist ekki vera að ganga jafn vel og Bruce Willis vill meina í viðtölum, en nýlega hafnaði 20th Century Fox nýjustu útgáfu handritsins. Heimildir herma að þeir muni halda áfram að þróa handritið með höfundum þess, en að þolinmæði manna þar á bæ fari minnkandi. Eins og við sögðum nýlega frá var skúrkurinn í nýjasta handritinu að Die Hard 5 systir Gruber-bræðranna illu, en ekki er visst hvort hún lifi handritsbreytinguna af.

En þrátt fyrir þetta eru þeir hjá 20th Century Fox ekki að eyða tíma því Noam Murro hefur verið ráðinn til að leikstýra myndinni þegar kemur að tökum. Murro er margverðlaunaður auglýsingaleikstjóri en gaf frá sér myndina Smart People frá árinu 2008.

– Bjarki Dagur