Náðu í appið
Children of War

Children of War 2009

Enska
Rotten tomatoes einkunn 9% Critics

Stríðsbörnin er mynd um hrikaleg örlög barna sem hneppt hafa verið í ánauð og neydd til að fremja voðaverk, af einum illræmdasta stríðsglæpamanni sem gengur laus. Fylgst er með því í myndinni hvernig starfsmenn á heimili sem Belgíumenn reka í Úganda hjálpa börnum sem frelsuð hafa verið úr ánauð, að horfast í augu við örlög sín. Þau segja frá... Lesa meira

Stríðsbörnin er mynd um hrikaleg örlög barna sem hneppt hafa verið í ánauð og neydd til að fremja voðaverk, af einum illræmdasta stríðsglæpamanni sem gengur laus. Fylgst er með því í myndinni hvernig starfsmenn á heimili sem Belgíumenn reka í Úganda hjálpa börnum sem frelsuð hafa verið úr ánauð, að horfast í augu við örlög sín. Þau segja frá lífi sínu en sum hafa verið neydd til að myrða foreldra sína, drepa önnur börn og verið misnotkuð kynferðislega. Í einu magnaðasta atriði myndarinnar stendur stúlka augliti til auglitis við roskinn mann sem hún hafði verið neydd til að þjóna kynferðislega. Svokallaður andspyrnuher Drottins í Úganda undir forystu stríðsglæpamannsins Joseph Kony er talinn hafa rænt 35 þúsund börnum í Úganda og neytt þau til fylgis við sig. Talið er hundrað þúsund manns hafi látist í þessum hernaði og hálf önnur milljón orðið að flýja heimili sín á þeim tveimur áratugum sem Kony og böðlar hans herjuðu á norðurhluta Úganda. Kony og felagar hans hafa nú flúið land og halda til á landamærum Úganda, Kongó, Mið-Afríkulýðveldisins og Súdans. Handtökuskipun var gefin út á hendur Kony og fjórum fylgismönnum hans af hálfu Alþjóðlega glæpadómstólsins. Bandaríkjastjórn hefur lýst hann hryðjuverkamann og Barack Obama, forseti Bandaríkjanna hét því í lok nóvember á síðasta ári að hafa hendur í hári hans.... minna

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn