Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Í fyrradag og í gær var ég á Kubrick-maraþoni sem félagið Bíó-Reykjavík (vona að ég muni nafnið rétt) stóð fyrir. Ég vil hvetja alla til að fylgjast með þessu félagi vel í framtíðinni af því að þetta fólk er að gera fína hluti og eiga svo sannarlega hrós skilið bæði fyrir Kubrick-kvöldin og annað.
Kubrick er minn uppáhalds kvikmyndagerðarmaður svo það var virkilega gaman fyrir mig að fá að sjá fyrstu myndirnar hans sem er mjög erfitt, ef ekki nánast ómögulegt, að finna. Fyrsta myndin sem ég sá var einnig fyrsta myndin hans, Day of the Fight frá árinu 1951. Kubrick hafði áður búið til myndabút fyrir tímaritið Look árið 1949 um box og byggði hann þessa stuttu heimildamynd sína á því. Myndin er ekki nema sirka bát 10 mínútur og gefur okkur sýn á einn dag í lífi boxarans Walter Cartier, hann vaknar, borðar morgunmat, byrjar að æfa undir handleiðslu bróður síns og þjálfara, Vincent, boxar við annan mann um kvöldið og vinnur.
Ég ætla ekki að gefa þessari mynd einkunn þar sem hún er í rauninni lítið annað en 10 mínútna auglýsing fyrir boxarann. Þar sem hún er einungis 10 mínútur gefur hún okkur litla innsýn inn í þennan mann þótt að talað sé yfir og sagt frá því hvað hann sé að hugsa enda er lítið að marka það þar sem það er allt saman hálf yfirborðskennt og hallærislegt. Það eina sem vekur athygli er ágætis kvikmyndataka en hana sá Kubrick um. Maður sér það hér strax að Kubrick er kominn með vísi að þeim magnaða stíl sem hann notaði síðar.
Það er það eina sem vekur athygli manns. Fyrir utan það er þetta ekki neitt nema 10 mínútna auglýsing og gæðin eftir því.
P.s. Var að komast að því að ég verð að gefa einkunn. Ég gef þá einkun sem mér finnst hæfa en takið ekkert mark á henni. Það er ekki hægt að gefa þessu dóti einkun.