Náðu í appið

Iron Monkey 1993

(Siunin Wong Fei-hung tsi titmalau)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Sometimes the only way to become a hero is to be an outlaw

90 MÍNKínverska
Rotten tomatoes einkunn 91% Critics
The Movies database einkunn 79
/100

Hong Kong útgáfa af sögunni um Hróa Hött. Spilltir fulltrúar í kínversku þorpi verða fyrir árásum frá grímuklæddum þorpara sem kallar sig "Iron Monkey", sem tekur nafn sitt frá góðgerðarguði. Þegar öll önnur ráð eru á þrotum þá neyðir ríkisstjórinn förulækni til að finna ræningjann. Þegar illur Shaolin munkur kemur í bæinn, þá leiða læknirinn... Lesa meira

Hong Kong útgáfa af sögunni um Hróa Hött. Spilltir fulltrúar í kínversku þorpi verða fyrir árásum frá grímuklæddum þorpara sem kallar sig "Iron Monkey", sem tekur nafn sitt frá góðgerðarguði. Þegar öll önnur ráð eru á þrotum þá neyðir ríkisstjórinn förulækni til að finna ræningjann. Þegar illur Shaolin munkur kemur í bæinn, þá leiða læknirinn og Iron Monkey saman hesta sína til að berjast við hin spilltu yfirvöld.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Þessi minnir óneitanlega á gömlu döbbuðu kung fu myndirnar sem maður horfði á í gamla daga. Hér er þyngdarlögmálið þverbrotið og menn svífa um án nokkurra erfiðleika. Myndin sjálf fjallar um þetta klassíska, maður sem stelur frá hinum ríku og spilltu til gefa þeim sem minna mega sín. Ég hafði lúmskt gaman af þessari þar sem hún er málsett á ensku fær maður netta gæsahúð og hugsar til gömlu kung fu myndanna. Bardagasenurnar í myndinni eru vel útfærðar og viljir þú sjá eina eftir gömlu uppskriftinni sjáðu þá þessa.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Bráðskemmtileg mynd sem fjallar um hróa hött kína ef svo mætti taka til orða. Þessi Iron monkey rænir frá landstjóranum sem er álíka spilltur eins og hann er heimskur. Einn dag kemur nýr aðili í bæinn ásammnt syni sínum og þá fara hlutirnir að þróast í spennandi átt. Góður húmor, góð bardaga atriði og skemmtilegur leikur. Mæli með þessari..
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Tveir mjög færir bardagamenn Donnie Yen(Highlander Endgame) og Yu Rong Kwong(Shanghai Noon) verða að snúa bökum saman til að berjast á móti spilltum embættismönnum, sem eru að ofsækja þá sem minna meiga sín í þjóðfélaginu. Þetta er í grófum þáttum söguþráðurinn í Iron Monkey. En það er hinn frábæri action leikstjóri Yuen Woo Ping(sá hinn sami og sá um hasaratriðinn í The Matrix og Crouching Tiger, Hidden Dragon), sem leikstýrir þessari mynd, og eins og í flestum myndum Woo Ping eru slagsmála atriðinn frábær, og er þessi mynd enginn undantekning á Því. Woo Ping er með í þessari mynd hinn frábæra Donnie Yen sér við hlið, en Donnie hefur leikið í nokkrum myndum sem Woo Ping hefur leikstýrt t. D. Tiger Cage, Tiger Cage 2 og In The Line Of Duty. Og eins og venjulega í myndum Woo Ping er Donnie Yen Frábær. Það má geta þess að Donnie Yen mun leika í Blade 2. En eins og í allmörgum myndum Woo Ping er leikurinn ekki sérstakur, en hann bætir það upp með frábærum slagsmálaatriðum. Þetta er nokkuð góð mynd fyrir þá sem hafa gaman af slagsmálamyndum, og fín mynd fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig slagsmálamyndir Hong Kong búar eru að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn