Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Black Mask
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Eftir að hafa sagt skilið við gömlu herdeildina sína, sem var bara skipuð erfðabreyttum mönnum fer Tsui (Jet Li) að vinna sem bókavörður. En fljótlega neyðist hann til að berjast við sína gömlu félaga,þegar hann kemst að því að flestir þeirra eru farnir að vinna fyrir glæpamenn, og til að þekkjast ekki setur hann upp grímu. Þetta er ein af síðustu myndum sem Jet Li lék í Hong Kong áður en hann fór til Hollywood til að leika í Lethal Weapon 4. Þetta er líka ein af dýrari slagsmálamyndum sem hafa verið gerðar í Hong Kong, en hún er framleidd af Tsui Hark (Double Team), slagsmálin eru leikstýrð af Yuen Woo Ping (The Matrix, Crouching Tiger, Hidden Dragon), enda eru slagsmálinn mjög góð, Jet Li hefur sjaldan verið svona góður. Frábært lið í aukahlutverkunum, þar má fyrst nefna Anthony Wong (Hard Boiled,Time & Tide, The Untold Story) í hlutverki snarruglaðs glæpaforingja. Franqoise Yip(Runble in the Bronx,Romeo Must Die) í hlutverki hættulegs leigumorðingja. Þetta er með betri myndum Jet Li, en ef þið viljið sá virkilega frábærar myndir með Jet Li, endilega sjáið hinar frábæru myndir Once Upon a Time in China 1 og 2, en í seinni myndinni berst hann við hinn frábæra Donnie Yen(Iron Monkey)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Iron Monkey
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Tveir mjög færir bardagamenn Donnie Yen(Highlander Endgame) og Yu Rong Kwong(Shanghai Noon) verða að snúa bökum saman til að berjast á móti spilltum embættismönnum, sem eru að ofsækja þá sem minna meiga sín í þjóðfélaginu. Þetta er í grófum þáttum söguþráðurinn í Iron Monkey. En það er hinn frábæri action leikstjóri Yuen Woo Ping(sá hinn sami og sá um hasaratriðinn í The Matrix og Crouching Tiger, Hidden Dragon), sem leikstýrir þessari mynd, og eins og í flestum myndum Woo Ping eru slagsmála atriðinn frábær, og er þessi mynd enginn undantekning á Því. Woo Ping er með í þessari mynd hinn frábæra Donnie Yen sér við hlið, en Donnie hefur leikið í nokkrum myndum sem Woo Ping hefur leikstýrt t. D. Tiger Cage, Tiger Cage 2 og In The Line Of Duty. Og eins og venjulega í myndum Woo Ping er Donnie Yen Frábær. Það má geta þess að Donnie Yen mun leika í Blade 2. En eins og í allmörgum myndum Woo Ping er leikurinn ekki sérstakur, en hann bætir það upp með frábærum slagsmálaatriðum. Þetta er nokkuð góð mynd fyrir þá sem hafa gaman af slagsmálamyndum, og fín mynd fyrir þá sem vilja kynna sér hvernig slagsmálamyndir Hong Kong búar eru að gera.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
The Adventures of Robin Hood
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Það þekkja allir söguna um Robin Hood, og það hafa margir verið kallaðir til að leika hann, en engin kemst með tærnar þar sem Errol Flynn hefur hælana. Sjarmerandi leikur, flottar skylmingar senur, Basil Bathbone frábær sem vondi gaurinn. Myndir vann til nokkra Oscar verðlauna. Frábær mynd fyrir alla þá sem hafa gaman af æfintýramyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei