Ég skil bara enganveginn hvernig fólk getur gefið þessari mynd 4 stjörnur. Þessi mynd er ALLTOF langdregin og mjög illa leikinn af mörgum leikurum.
Ég hef mjög gaman af mörgum Sci-Fi myndum en það var ekki raunin með þessa.
Framan af myndini þá virtist þetta vera hin fínasta mynd en svo þegar fór að líða á hana þá fór maður bara að geyspa.
í loka atriðinu á myndini þá engdist ég um í sætinu og var orðin virkilega pirraður þar sem ég hélt að það ætlaði aldrei að enda en samt var ekkert að gerast í því.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg?
Já Nei