Metáhorf á Óskarsverðlaunin

Rúmlega 43 milljónir manna horfðu á Óskarsverðlaunin í ár og hefur áhorf ekki verið meira á sjónvarpsefni ótengt íþróttum í tíu ár, eða allt frá því að lokaþáttur „Friends“ fór í loftið árið 2004. Áhorf á Óskarsverðlaunin hefur aukist gífurlega á síðustu þremur árum og er u.þ.b. 6% aukning frá því í fyrra.

oscarselfie

Samskiptamiðlar á borð við Twitter sátu líka undir miklu álagi á meðan hátíðinni stóð og voru skrifaðar rúmar 11.2 milljónir uppfærslur um hátíðina. Kynnir hátíðarinnar, Ellen DeGeneres, tísti hópmynd af helstu stjörnunum á Twitter og fór vefurinn á hliðina um stund, svo vinsæl var myndin.

Gravity hlaut flest verðlaun á hátíðinni og voru þau sjö talsins. Sigurvegari kvöldsins var þó kvikmynd Steve McQueen, 12 Years a Slave, en hún var kjörin besta kvikmyndin.