Klikkaður að tala um kossinn

Leikkonan Charlize Theron, sem leikur hryðjuverkamanninn Cipher í nýju Fast and the Furious myndinni, skilur ekki afhverju meðleikari hennar í myndinni, Vin Diesel, er alltaf að tala um koss þeirra í myndinni, á kynningarfundum. Theron ræddi málið í spjallþættinum The Ellen Show, og virtist aðeins pirruð, en Diesel hefur lýst kossaatriðinu sem „stærstu stundinni í […]

Metáhorf á Óskarsverðlaunin

Rúmlega 43 milljónir manna horfðu á Óskarsverðlaunin í ár og hefur áhorf ekki verið meira á sjónvarpsefni ótengt íþróttum í tíu ár, eða allt frá því að lokaþáttur „Friends“ fór í loftið árið 2004. Áhorf á Óskarsverðlaunin hefur aukist gífurlega á síðustu þremur árum og er u.þ.b. 6% aukning frá því í fyrra. Samskiptamiðlar á borð […]

DiCaprio næstum því étinn af hákarli

Bandaríski leikarinn Leonardo DiCaprio var staddur í viðtali hjá Ellen DeGeneres á dögunum og sagði frá því þegar hann lenti í sínum mesta lífsháska á lífsleiðinni. DiCaprio hefur lengi barist fyrir réttindum dýra og var að kanna aðstæður hákarla í fríi sínu frá tökum á kvikmyndinni Blood Diamond, sem var gerð árið 2006. DiCaprio var […]

Ellen í Óskarsdansi

Það styttist í afhendingu Óskarsverðlaunanna bandarísku, en þau verða veitt þann 2. mars á næsta ári. Kynnir í þetta sinn verður gamanleikkonan og spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres, en forsvarsmenn hátíðarinnar hafa sett myndband á netið í leikstjórn Paul Feig þar sem Ellen stormar prúðbúin um strætin í fylgdi smókingklæddra herramanna. Kíktu á myndbandið hér fyrir neðan, […]

Ellen með nýja lesbíuþætti

Nú, sextán árum eftir að leikkonan og spjallþáttastjórinn Ellen DeGeneres kom út úr skápnum eins og frægt er orðið í gamanþáttaröð sinni vinsælu Ellen, þá gæti ný gamanþáttaröð verið á leiðinni þar sem aðalpersónan er einmitt lesbía. NBC sjónvarpsstöðin hefur hafið framleiðslu á nýjum þáttum með DeGeneres sem framleiðanda. Þættirnir, sem ekki hafa fengið heiti […]

Ellen kynnir Óskarsverðlaunin næsta ár

Gamanleikkonan og spjallþáttastjórnandinn Ellen DeGeneres mun kynna næstu Óskarsverðlaunahátíð í Kodak höllinni þann 2. mars, 2014. Ellen, sem er 55 ára, var kynnir á Óskarsverðlaununum árið 2007 og verður þetta því í annað sinn sem hún kynnir verðlaunin. Seth McFarlane var kynnir á hátíðinni síðast og var tekið misjafnlega. Talið er að akademían hafi viljað fara […]

Pixar staðfestir framhaldsmynd

Pixar staðfesti nýverið framhaldsmynd um neðansjávarlíf Nemo og félaga. Kvikmyndin mun heita Finding Dory og verður hún sýnd árið 2015. Finding Dory mun fjalla um blaðurskjóðuna Dory sem fylgdi föður Nemo í leitinni miklu. Ellen DeGeneres léði Dory rödd sína í fyrri myndinni og er staðfest að hún muni endurtaka leikinn. „Ég er svo spennt […]