Ellen með nýja lesbíuþætti

ellen degeneresNú, sextán árum eftir að leikkonan og spjallþáttastjórinn Ellen DeGeneres kom út úr skápnum eins og frægt er orðið í gamanþáttaröð sinni vinsælu Ellen, þá gæti ný gamanþáttaröð verið á leiðinni þar sem aðalpersónan er einmitt lesbía.

NBC sjónvarpsstöðin hefur hafið framleiðslu á nýjum þáttum með DeGeneres sem framleiðanda. Þættirnir, sem ekki hafa fengið heiti ennþá, eru skrifaðir af annarri lesbíu, Liz Feldman, sem er þekkt fyrir gamanefni sitt (2 Broke Girls).

Þættirnir munu fjalla um lesbíu og besta vin hennar sem er gagnkynhneigður. Þau geta saman barn, en um sama leyti hittir hann og giftist draumakonunni.

Feldman vann í tvö ár við spjallþætti DeGeneres og skrifaði handritið að Óskarskynningu DeGeneres þegar hún kynnti Óskarsverðlaunin í fyrsta skipti ( hún snýr aftur sem Óskarskynnir 2. mars nk. )

NBC á sér langa hefð hvað varðar gamanþætti með samkynhneigðu þema, en þar er frægastur Will & Grace.