Karlmenn í ástarsambandi – Rökkur heimsfrumsýnd í Gautaborg

Ný íslensk kvikmynd, Rökkur, verður heimsfrumsýnd þann 4. febrúar næstkomandi á Alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni í Gautaborg í Svíþjóð. Myndin verður lokamynd hátíðarinnar. Rökkur er dramatískur sálfræðiþriller með hrollvekjandi ívafi og ein fyrsta íslenska kvikmyndin sem fjallar alvarlega um ástarsamband tveggja manna, að því er segir í frétt frá framleiðanda myndarinnar. Leikstjóri er Child Eater leikstjórinn Erlingur […]

Tveir hommar í The Expendables 3

Leikstjóri hasarmyndarinnar The Expendables 3, Patrick Hughes, hefur staðfest þann orðróm sem hefur gengið á netinu að persónur þeirra Arnold Schwarzenegger og Jet Li í myndinni, séu samkynhneigðir elskendur. Leikstjórinn staðfesti þetta aðspurður í viðtali við grantland.com vefsíðuna, sem The Guardian segir svo frá á sínum vef. Blaðamaður vefsíðunnar spurði hvort að atriði í lok myndarinnar […]

Ellen með nýja lesbíuþætti

Nú, sextán árum eftir að leikkonan og spjallþáttastjórinn Ellen DeGeneres kom út úr skápnum eins og frægt er orðið í gamanþáttaröð sinni vinsælu Ellen, þá gæti ný gamanþáttaröð verið á leiðinni þar sem aðalpersónan er einmitt lesbía. NBC sjónvarpsstöðin hefur hafið framleiðslu á nýjum þáttum með DeGeneres sem framleiðanda. Þættirnir, sem ekki hafa fengið heiti […]