Marsbúar drepa geimfara – Fyrsta stikla!

lievNý stikla er komin fyrir geimtryllinn Last Days on Mars með Liev Schreiber í aðalhlutverkinu.

Leikstjóri er Ruairi Robinson en myndin var frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes í Frakklandi sl. vor.

Myndin fjallar um geimfara, sem Schreiber leikur, sem fer fyrir hópi geimfara sem einn af öðrum týna lífinu af völdum ókunnrar bakteríu, um það bil þegar þeir eru að ljúka við sýnatöku á Mars.

Aðrir leikarar eru Olivia Williams, Elias Koteas, Romola Garai og Johnny Harris.

Sjáðu stikluna hér fyrir neðan:

Eins og fram kemur í The Playlist hlaut myndin misjafnar viðtökur í Cannes, en þar var hún sýnd í flokknum Cannes Directors’ Fortnight.

Myndin kemur út á VOD í kringum Halloween hátíðina í Bandaríkjunum og fer í bíó 6. desember nk.

last-days-on-mars