Lauryn Hill laus úr fangelsi

lauryn hillSöng – og leikkonan Lauryn Hill, sem er þekktust fyrir söng og hljóðfæraleik með hljómsveitinni Fugees og leik í myndum eins og Sister Act 2 og One Love: The Bob Marley All Star Tribute, er laus úr fangelsi.

Hill sat í þrjá mánuði í grjótinu fyrir skattaundanskot.

Samkvæmt fangelsisyfirvöldum þá var fanga númer #64600-050 sleppt snemma á föstudagsmorgunn ( í morgun )  úr lágmarksöryggisfangelsinu í Danbury í Connecticut í Bandaríkjunum.

Hill fór í fangelsi 8. júlí sl. en hún var dæmd fyrir að hafa ekki greitt skatt af tekjum upp á 1,8 milljónir Bandaríkjadala sem hún þénaði á árunum 2005 – 2007.

 

Stikk: