Kynlíf, drykkja og dans – Stikla

Ný og lengri stikla er komin fyrir bíómyndina On The Road, sem gerð er eftir frægri bók bandaríska rithöfundarins Jack Kerouac.

Nóg er af kynlífi, eiturlyfjum, drykkju og dansi í myndinni ef eitthvað er að marka þessa nýju stiklu, sem hægt er að skoða hér að neðan:

Kristen Stewart, Twilight stjarna, leikur aðalkvenhlutverkið, en einnig leika þeir Garrett Hedlund, Sam Riley, Tom Sturridge, Kirsten Dunst, Viggo Mortensen, Terrence Howard, Amy Adams og Steve Buscemi í myndinni m.a.

Myndin verður frumsýnd þann 21. desember í Bandaríkjunum.

Myndin fjallar um ungan rithöfund, Sal Paradise, en líf hans fer í uppnám þegar hinn frjálslyndi Dean Moriarty og kærasta hans, Marylou, koma inn í líf hans. Þau ferðast saman yfir þver Bandaríkin, og hitta allskonar fólk sem hefur áhrif á þau á ferðalaginu.