Kvikmyndir.is mælir með Filminute!

Fyrir stuttu tilkynntum við að Kvikmyndir.is myndi fjalla um kvikmyndahátíðina Filminute sem fer fram í september. Hátíðin fer fram á vefnum ár hvert og einblínir á stuttmyndir sem mega aðeins vera ein mínúta að lengd. Því setur hún öðruvísi kröfur á leikstjóra en aðrar hátíðir og hefur vakið athygli fyrir það.

Stjórnendur Kvikmyndir.is hafa rennt yfir myndirnar á hátíðinni í ár og valið 5 stykki sem okkur þykja skara fram úr. Við minnum á að allir geta heimsótt heimasíðu Filminute og gefið myndum einkunnir eftir hentugleika. Myndirnar okkar eru eftirfarandi:

Candy Crime eftir Ben Jacobson.

Chop Chop eftir Ant Blades.

M W 911 eftir James Kelly.

Wildebeest eftir Ant Blades.

Folklore eftir Charles Yeager.

Þetta er bölvuð snilld, við fílum greinilega animation! Við vonum að þið fílið myndirnar jafn mikið og við og við mælum með því að þið kíkið á heimasíðu hátíðarinnar og kynnið ykkur þær myndir sem standa til boða.

Stikk: