John Dies at the End: Stikla

John Dies at the End, myndin með titilinn sem spillir henni, er kominn með nýja stiklu. Myndin virðist vera einhverskonar Psychadelic – gaman – hryllingsmynd við fyrstu sín, og ég viðurkenni að ég veit ekkert meira um hana en ég var að lesa á wikipedia áðan. En sýnishornið lítur furðulega út.

Skv. mínum heimildum (wikipedia) er myndin byggð á hryllingsskáldsögu sem hóf tilvist sína kafla fyrir kafla á internetinu, en var svo gefin út í kilju árið 2007. Don Coscarelli, leikstjóri költklassíkmynda eins og Phantasm og Bubba Ho Tep gerir myndina. Myndin fjallar um John og David, náunga sem þurfa að bjarga heiminum frá innrás yfirnáttúrulegra vera sem að ofnotkun á lyfinu „Soy Souce“ sem rýfur vídd tíma og rúms hefur valdið. Steikt konsept – steikt mynd. En vonandi á góðann hátt. Sjáið stikluna hér: