James Bond tilkynning í beinni

Nú rétt í þessu er að fara fram blaðamannafundur um næstu mynd helsta njósnara hennar hátignar, James Bond. Það þýðir að eftir smá stund verður miklu meira staðfest um myndina en nú er – hingað til hafa nánast allar fréttir af myndinni verið byggðar á orðrómum. Borðið hefur verið dekkað fyrir 9 manns, og bíða blaðamenn í þessum skrifuðu orðum eftir stjörnunum á sviðið. Fundurinn á að hefjast kl. 11:45 á íslenskum tíma. Hann verður sýndur í beinni á Sky News, en þeir sem ekki eru áskrifendur af þeirri stöð (frekar margir giska ég) geta séð lýsingu af fundinum hér hjá Bond-nörda síðunni MI6 Við tökum svo saman helstu fréttirnar og birtum þegar fundinum lýkur.

Annars er það að frétta að James Bond var að fá sér Facebook og Twitter, þannig að greinilegt er að nú á loksins að fara að tjá sig um væntanlega kvikmynd. Þá er gaman að geta þess að í dag eru akkúrat 50 ár síðan að tilkynnt var að Sean Connery myndi taka að sér hlutverk Bond í fyrstu myndinni um kappann, Dr. No