Ísland sést í Game of Thrones 2 stiklunni

Það fer að styttast (62 dagar!) í að Game of Thrones hefji gang sinn á nýjan leik í sjónvarpskössunum vestra, og nú var að detta inn fyrsta sýnishornið að annarri seríunni sem virkilega sýnir efni úr þáttunum. Og það er magnað. Sjáið það hér:

Power resides where men believes it resides. It’s a trick, a shadow on the wall, and a very small man can cast a very large shadow

Það er líka frábært að sjá aðeins glitta í tökurnar hérna á Íslandi, og allt hitt. Það gerist mikið í annari bókinni og mig hlakkar til þess að sjá það á skjánum.

P.S:Ég veit að þessi síða er ekki ætluð til þess að fjalla um sjónvarpsþætti… en þetta ekki lögleg undantekning?