Hrollvekjandi vinsældir

Hrollurinn er allsráðandi á toppi íslenska bíóaðsóknarlistans enda er hrekkjavakan á næsta leiti og myrkrið umvefur okkur hér á norðurhjara meira og meira með hverjum deginum.

Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.

Hryllingsmyndin Smile er nú þriðju vikuna í röð á toppi listans og hefur nokkurt forskot á myndina í öðru sæti, hrollvekjuna Halloween Ends þar sem Laurie Strode og fjöldamorðinginn Michael Myers elda saman grátt silfur rétt einu sinni.

Dans og söngur í þriðja sæti

Þriðja sætið líkt og í síðustu viku fellur í skaut íslensku dans og söngvamyndarinnar Abbababb.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: