Hetja sigrar ofurhetjur

Ofurhetjumyndinni The Fantastic Four tókst ekki að velta toppmynd síðustu viku úr sessi á íslenska bíóaðsóknarlistanum þessa helgina, og situr Mission Impossible: Rogue Nation því sem fastast á toppnum aðra vikuna í röð, með hetjuna Ethan Hunt í túlkun Tom Cruise, í fremstu víglínu.

mission-impossible-rogue-nation

Sömu sögu er að segja af bandaríska aðsóknarlistanum, en ástæðan gæti verið sú að Fantastic Four hefur fengið misjafnar viðtökur almennings og gagnrýnenda.

Í þriðja sæti á Íslandi eru gulu skósveinarnir í Minions, sem hafa nú setið í fimm vikur á topplistanum, en í Bandaríkjunum eru nýjar myndir í þriðja og fjórða sætinu, spennutryllirinn The Gift og gamanmyndin Vacation, en þær verða báðar frumsýndar hér á landi á miðvikudaginn næsta.

Ein ný mynd er á íslenska listanum til viðbótar, gamanmyndin Trainwreck, í fjórða sæti.

Sjáðu topplistana í heild sinni hér fyrir neðan:

boxoffice

ameria