Hercules frumsýnd í dag

herculesFyrrum glímukappinn, Dwayne „The Rock“ Johnson, fer með titilhlutverkið í nýrri kvikmynd um hina goðsagnakenndu persónu, Hercules. Margir bíða í ofvæni eftir því að sjá kraftajötuninn í hlutverkinu sem hann var eflaust fæddur til að leika. Myndin verður frumsýnd í dag (23. júlí) og er búist við að grjótharðir aðdáendur láti sig ekki vanta.

Til að sanna mannlegan styrk sinn og guðlegan mátt þarf Herkúles að leysa hinar tólf þrautir sem við fyrstu sýn virðast ekki á færi nokkurs að leysa enda innihalda þær m.a. baráttu við öfluga óvætti sem virðast ósigrandi. En Herkúles tekst að leysa þrautirnar eftir gríðarlega baráttu og ákveður að því búnu og af persónulegum ástæðum að ganga í lið með konungi Þrakíu og málaliðum hans, en þeir eiga í höggi við uppreisnarher sem sýnir enga miskunn.

Það má fullyrða að öllu hefur verið tjaldað til við gerð Hercules, nýjustu myndar Bretts Ratner, og í engu verið til sparað til að gera ævintýrið að magnaðri bíóupplifun fyrir þá sem kunna að meta mikinn hasar og stórkoslegar kvikmyndabrellur.

Hercules verður sýnd í Sambíóunum Álfabakka, Kringlunni, Egilshöll, Akureyri og Keflavík, Laugarásbíóí, Selfossbíóí, Ísafjarðarbíóí og Bíóhöllinni Akranesi.

Stikk: