Grown Ups stjarnan Cameron Boyce látinn

Bandaríski leikarinn Cameron Boyce er látinn, 20 ára gamall. Disney afþreyingarfyrirtækið hefur staðfest fregnirnar, auk fjölskyldu hans.

„Það hryggir okkur að tilkynna að við misstum Cameron nú í morgun,“ sagði talsmaður fjölskyldunnar. „Hann lést í svefni eftir að hafa fengið slag, sem var afleiðing af sjúkdómi sem hann hafði gímt við.“

„Heimurinn hefur nú án vafa misst eina af sínum skærustu stjörnum, en andi hans mun lifa í gegnum góðmennsku og samúð allra sem þekktu hann og elskuðu.“

„Við erum eyðilögð vegna þessa og biðjum um næði til að syrgja okkar ástkæra son og bróður.“

Boyce deildi ljósmynd af sér á Facetime á Instagram þann 5. júní sl. ásamt foreldrum sínum, Libby og Victor Boyce:

Boyce var þekktur fyrir hlutverk sín í Disneymyndinni Descendants og sjónvarpsþáttunum Jessie. Hann þreytti frumraun sína sem leikari þegar hann var níu ára gamall í hrollvekjunni Mirrors, og lék síðar í Adam Sandler myndinni Grown Ups.

Í yfirlýsingu sagði Disney að Boyce hefði frá unga aldri dreymt um að deila hæfileikum sínum með heiminum. „Sem ungur maður vildi hann gefa af sér í gegnum góðgerðarstarf.“

Meðal góðgerðarmála sem Boyce beitti sér í var fjársöfnun fyrir Thirst Project, sem átti að hjálpa til við að útvega hreint drykkjarvatn í þróunarlöndum. Hann safnaði nærri 27 þúsund bandaríkjadölum á 40 dögum.

Síðast deildi hann mynd á Instagram til 8,1 milljón aðdáenda sinna, um sólarhring fyrir andlát sitt, en það var ljósmynd tekin fyrir i-D tímaritið.

View this post on Instagram

@i_d

A post shared by Cameron Boyce (@thecameronboyce) on