Fyrsta ljósmyndin úr Wonder Woman

Fyrsta ljósmyndin úr Wonder Woman er komin á netið. Myndin er af hinni ísraelsku Gal Gadot í hlutverki aðalpersónunnar og ofurhetjunnar.

Wonder-Woman mynd

Kvikmyndaverið Warner Bros. hefur einnig tilkynnt um nokkra nýja leikara í myndinni, þar á meðal Danny Huston, David Thelwis og Robin Wright.

Á meðal annarra leikara eru Said Taghmaoui og Chris Pine.

Leikstjóri er Patty Jenkins, sem einnig gerði Monster með Charlize Theron í aðalhlutverki.

Nicole Kidman hefur undanfarið verið í viðræðum vegna hlutverks í Wonder Woman en hvergi var minnst á hana í tilkynningunni frá Warner Bros.

Myndin, sem er byggð á teiknimyndasögum DC Comics, er væntanleg í bíó í júní 2017.