Frumsýning: The Bling Ring

Sambíóin frumsýna kvikmyndina The Bling Ring á föstudaginn, þann 23. ágúst.

Þetta er nýjasta mynd óskarsverðlaunaleikstjórans Sofiu Coppola og leikkonunar Emmu Watson.

Í myndinni er sögð sönn saga um kunningjahóp sem langaði í ríkidæmi og ákvað að stytta sér leiðina með því að brjótast inn hjá frægu fólki og ræna það.

Sjáðu stiklu úr myndinni hér fyrir neðan:

The Bling Ring er nýjasta mynd Óskarsverðlaunahafans Sofiu Coppola (Lost in Translation) og er byggð á sögu samnefnds þjófagengis sem stundaði innbrot á heimili hinna frægu og ríku í Hollywood á árunum 2007 til 2009. Á meðal fórnarlamba þeirra voru þau Paris Hilton, Lindsay Lohan, Orlando Bloom, Rachel Bilson, Miranda Kerr og Megan Fox.

bling_ring_ver2_xlgSofia, sem skrifar sjálf handritið, tók m.a. viðtöl við hina raunverulegu höfuðpaura gengisins til að átta sig sem best á aðstæðum þeirra auk þess sem leikarar myndarinnar lögðu sig sérstaklega fram um að ná bæði töktum og málnotkun persónanna sem þeir túlka í myndinni.

„The Bling Ring hefur hlotið afar góða dóma og fyrir utan að fjalla á sérlega trúverðugan hátt um þjófagengið og innbrotin lýsir myndin vel veröld þeirra fjölmörgu sem dreymir um að slá í gegn í Hollywood án þess að eiga raunhæfa möguleika á því, en lifa í staðinn í einhvers konar þykjustuveröld í von um að hún verði einhvern tíma raunveruleg,“ segir í tilkynningu frá Sambíóunum.

Aðalhlutverk: Emma Watson, Katie Chang, Israel Broussard, Claire Julien, Taissa Farmiga, Georgia Rock, Leslie Mann og Gavin Rossdale

Leikstjórn: Sofia Coppola

Sýningarstaðir: Sambíóin Álfabakka, Kringlunni, Akureyri og Keflavík

Aldurstakmark: 16 ára

emma watsonFróðleiksmolar til gamans: 

• Þær Paris Hilton og Kirsten Dunst leika sjálfar sig í myndinni auk þess sem leikstjórinn Soffia Coppola fékk leyfi til að nota myndir af Lindsay Lohan sem teknar eru um það leyti sem Bling Ring-gengið braust inn hjá henni. Þess má einnig geta að atriðið þegar þjófarnir brjótast inn í hús Paris Hilton var í raun tekið á heimili hennar.