Emma Watson rænir og ruplar

The Bling Ring er ný kvikmynd með Emmu Watson í aðalhlutverki og sýnir hún á sér heldur villtari hlið heldur en almenningur hefur áður kynnst. Emma Watson er hvað þekktust fyrir hlutverk sitt í Harry Potter myndunum, þar sem hún leikur galdrastelpuna Hermione Granger.

The Bling Ring er byggð á sannsögulegum atburðum um ungt glæpagengi sem lagði það á sig að ræna eignum ríka og fræga fólksins í Hollywood. Aðal hugmyndasmiðurinn á bakvið hópinn var hin 19 ára Nicki (Watson).

Metnaður Nicki var að eignast föt og lífsstíl eins og Lindsay Lohan og Paris Hilton, og til þess þurfti hún að ræna hús þeirra og annarra stórstjarna. Hópurinn hafði þann háttinn á að nota internetið til þess að afla sér upplýsinga um það hvar möguleg fórnarlömb byggju og hvenær þau væru að heiman.

Sofia Coppola leikstýrir og er áætlað að myndin fari í kvikmyndahús í júní næstkomandi.

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni.