Fréttir

Kvörtuðu mest yfir Joker


Jókerinn kann að valda usla.

Óskarsverðlaunamyndin Joker, með Joaquin Phoenix í aðalhlutverki, var sú mynd sem mest var kvartað yfir í Bretlandi á síðasta ári. Samkvæmt Breska flokkunarráðinu (e. British Board of Film Classification (BBFC)) bárust ótalmargar kvartanir frá áhorfendum vegna myndarinnar, en allar voru þær vegna þess að menn töldu að aldurstakmarkið 15 ára… Lesa meira

Skrifaði þríleik um hrunið: „Ég yrði glaður ef það tækist að gera eina“


„Ég hef verið að horfa til baka á þessa tíma og skrifað þrjú handrit”

Ágúst Guðmundsson kvikmyndagerðarmaður kveðst vera að draga saman seglin í kvikmyndagerðinni en vill ólmur gera kvikmyndir um hrunið. Segist hann vera með „trílógíu“ á teikniborðinu en þetta kemur fram í viðtali við Lifðu núna.„Mér finnst fyrsti áratugur þessarar aldar vera einhver sá merkilegasti sem ég hef upplifað af mörgum merkilegum… Lesa meira

Deadpool höfundur telur ekki líkur á Deadpool 3


Deadpool 3 gæti mögulega aldrei orðið að veruleika, segir höfundur ofurhetjunnar.

Ofurhetjukvikmyndin Deadpool og framhaldsmyndin, Deadpool 2, eru einar tekjuhæstu X-Men kvikmyndir frá Fox kvikmyndaverinu, þó svo að þær séu ekki beint í sömu söguframvindu og aðrar X-Men myndir. Alltaf hress. Núna á Walt Disney afþreyingarrisinn allar kvikmyndir úr smiðju Fox, og öll sjónvarpsréttindi. Því er framtíð hins orðljóta Deadpool í… Lesa meira

Gosling og Evans í dýrustu Netflix-mynd allra tíma


Litlum 28 milljörðum íslenskra króna verður varið hjá Netflix til að gera myndina.

Ryan Gosling og Chris Evans hafa verið ráðnir í aðalhlutverk kvikmyndarinnar The Gray Man, eða Grái maðurinn í lauslegri íslenskri snörun. Um er að ræða dýrustu kvikmynd Netflix til þessa, eins og segir á film-news.co.uk. Ryan Gosling steytir hnefana. Kostnaðaráætlun vegna myndarinnar er rétt um 200 milljónir Bandaríkjadala, sem samsvarar… Lesa meira

10 vinsælustu myndirnar frá Netflix


Stórleikarar prýða vinsældarlista veitunnar.

Árið 2013 fór streymisveitan Netflix að framleiða efni undir sínu eign nafni og hefur aukningin hefur verið stöðug síðustu misseri. Gífurlegur fjöldi sjónvarpsþátta, heimildaþátta, uppistanda og kvikmynda lenda reglulega á streyminu og er reynt eftir fremsta magni að sjá til þess að eitthvað sé í boði fyrir alla. Þetta segir… Lesa meira

20 svalar staðreyndir um The Matrix


Vissir þú að „kóðinn“ í Matrix væri byggður á sushi-uppskrift?

Vísindaskáldsagan og „cyberpunk“ hasarmyndin The Matrix var gefin út vestanhafs þann 31. mars árið 1999 og hefur átt góðu gengi að fagna síðan, meðal annars sem ein ástsælasta mynd sinnar tegundar, gríðarlegur brautryðjandi í tæknibrellum og verkið sem kom Wachowski-tvíeykinu hratt á kortið.Eins og fram kemur átti myndin stórafmæli á… Lesa meira

Framhaldssaga Bird Box í vinnslu hjá Netflix


Fyrri myndin sló verulega í gegn á streyminu fyrir nokkrum árum.

Streymisveitan Netflix hefur gefið grænt ljós á framhald spennumyndarinnar Bird Box, sem margir ættu að kannast við og skartaði Söndru Bullock í aðalhlutverkinu. Myndin sló rækilega í gegn árið 2018 og horfðu yfir 45 milljón notendur á hana gegnum streymið á fyrstu sjö dögunum eftir útgáfu. Bird Box, sem leikstýrt… Lesa meira

Uppvakningafaraldur hefst 30. júlí


Hið sjálfstæða framhald Train to Busan sem margir hafa beðið eftir.

Margir hafa beðið eftir spennuhrollvekjunni Peninsula með gífurlegri eftirvæntingu en áætlað er að myndin rati í íslensk kvikmyndahús þann 30. júlí. Peninsula er leikstýrt af hinum marglofaða Yeon Sang-ho og er um að ræða sjálfstætt framhald spennutryllisins Train to Busan, frá sama leikstjóra. Myndin er á meðal tekjuhæstu mynda Suður-Kóreu… Lesa meira

Alien, Ghostbusters og The Matrix sýndar í vikunni


Fleiri sígildar kvikmyndir komnar til að fylla í eyðurnar.

Bíósumarið 2020 hefur verið hið óvenjulegasta. Samkvæmt úttekt veftímaritsins Vulture hefur útgáfu 77 stórmynda verið frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Þar á meðal eru fjölmargar kvikmyndir sem átti að sýna í vor eða sumar. Faraldurinn hefur jafnframt haft áhrif á útgáfudag kvikmynda sem væntanlegar eru á næsta ári. Eftir að kvikmyndahús opnuðu… Lesa meira

Þín eigin þjóðsaga að kvikmynd: „Þetta er heljarinnar stórt verkefni“


Myndin er sögð vera í stíl við Jumanji og The Goonies

Bræðurnir Guðni Líndal og Ævar Þór Benediktssynir vinna um þessar mundir hörðum höndum að kvikmynd sem byggð er á metsölubókinni "Þín eigin þjóðsaga". Myndin er komin með handritsstyrk frá Kvikmyndamiðstöð Íslands og komst verkefnið einnig inn í Script Lab hjá hátíðinni Cinekid. Cinekid-hátíðin er ein helsta margmiðlunarhátíð heims fyrir barnaefni og… Lesa meira

Eru hæfileikar ofmetnir?


Dautt loft á sviði í gamanmyndinni Mentor.

Eftir fjórar kvikmyndir í fullri lengd er orðið ljóst að Sigurður Anton Friðþjófsson - leikstjóri, framleiðandi og handritshöfundur - hefur fundið formúlu sem hentar honum og hans persónuleika. Uppskriftin gengur út á að finna sífellt nýjar leiðir til að hengja alls kyns brandara, einræður um samtímann og léttgeggjuð samskipti hversdagsfólks… Lesa meira

Sjáðu sýnishorn úr nýrri þáttaröð The Umbrella Academy


Yfirnáttúrulega furðufjörið heldur áfram.

Spennu-, gaman- og ævintýraþættirnir The Umbrella Academy voru á meðal vinsælasta efnis streymisveitunnar Netflix árið 2019, nánar til tekið í þriðja sæti á eftir The Witcher og Stranger Things 3. Aðdáendur hafa margir hverjir beðið óþreyjufullir eftir framhaldinu, sem lendir á streyminu þann 31. júlí næstkomandi, og nú er búið… Lesa meira

Ólukkutröll og kennsla í skítamixi


Er þetta saga eða söluvara?

Trolls World Tour er það sem þú færð þegar þú ert búinn að gefa krakkafjörkálfi óeðlilegan skammt af sykri og afhenda honum yfirráð yfir lagalista. Á sama tíma býður barnið upp á kennslu um flokka og undirflokka tónlistar og reynir að setja það saman í frásögn sem fullorðinn einstaklingur þarf… Lesa meira

Veldið snýr aftur í bíó – Framúrskarandi í 40 ár


Uppáhalds Stjörnustríðsmynd margra lendir í kvikmyndahúsum í þessari viku.

Hinum fjölmörgu aðdáendum kvikmyndarinnar The Empire Strikes Back gefst kostur á því að upplifa klassíkina í Sambíóunum Egilshöll á næstu vikum - frá og með miðvikudeginum 8. júlí. Eins og flestir vita er Empire önnur myndin í upprunalega Star Wars-þríleiknum (e. fimmti kaflinn í heildarsögunni). Myndin átti 40 ára útgáfuafmæli… Lesa meira

Ennio Morricone látinn


Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar.

Ítalski tónlistarmaðurinn Ennio Morricone er látinn, 91 árs að aldri. Hann lést á sjúkra­húsi í Rome og greindu ít­alsk­ir fjöl­miðlar greindu frá því í morg­un, en hann var á sjúkra­húsi vegna þess að hann hafði dottið og brotið lær­legg.Morricone var á meðal fremstu og þekktustu tónskálda kvikmyndasögunnar og þekktur fyrir… Lesa meira

Með stórt hjarta og starfandi heila: Stjarnfræðilega tilþrifaríkt tilfinningaklám


Tónlistin ein og sér gerir ferðina til að sjá Interstellar (aftur) í bíó vel þess virði.

Interstellar frá 2014 fer rakleiðis á þann lista yfir kvikmyndir sem best skal njóta á stærsta skjánum í þínum radíus og með hljóðið alveg í nötrandi botni (innan þægindamarka þó, vitaskuld). Enn þann dag í dag er þetta, út frá umfanginu einu, það stærsta sem Christopher Nolan hefur og mun… Lesa meira

Tröll skáka veiðiferðina – 65 manns á Mentor


Eftir ellefu helgar í sýningum er Síðasta veiðiferðin nú komin í annað sætið.

Teiknimyndin Trolls World Tour flaug beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans, en kvikmyndaaðsókn hefur hægt og rólega farið vaxandi með hverju viku síðan bíóin opnuðu aftur. Eftir ellefu helgar í sýningum er Síðasta veiðiferðin nú komin í annað sætið en gamanmyndin hafði verið efst frá frumsýningu í mars, með tilliti… Lesa meira

Hvað segja Íslendingar um Eurovision-myndina?


„Gæsahúðarexcellance“

Gamanmyndin Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga var frumsýnd á streymi Netflix síðastliðinn föstudag við miklar vinsældir og háværar undirtektir. Í augum almennings er hér á ferðinni ósköp formúlubundin Will Ferrell-grínmynd en þó er myndin í vissri sérstöðu hjá bæði aðdáendum söngvakeppninnar og ekki síður Íslendingum. Myndin rauk… Lesa meira

Dýrið fær víða dreifingu í Evrópu


Vel hefur gengið að selja kvikmynd Valdimars Jóhannssonar.

Vel hefur gengið að selja kvikmyndina Dýrið (e. Lamb) eftir Valdimar Jóhannsson, en kvikmyndamarkaðurinn í Cannes hefur staðið yfir á netinu undanfarna daga. Fréttamiðillinn Variety greindi fyrst frá því þegar gengið var frá samningum um dreifingu kvikmyndarinnar í Danmörku, Frakklandi, Hollandi, Tékklandi, Ungverjalandi, Austurríki, Sviss og Slóvakíu, fyrrum löndum Júgóslavíu,… Lesa meira

Lofsöngur til Húsavíkur nýtur gífurlegra vinsælda


„Vera með þér, í Húsavík við Skjálfanda, í heimabærinn minn“

Lagið Husavik í flutningi Molly Sandén og Wills Ferrell, er komið í 13. sæti á iTunes listanum í Bretlandi og 31. sæti í Bandaríkjunum. Lagið er eitt af aðalnúmerum myndarinnar Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga. Um er að ræða lofsöng til Húsavíkur, heima aðalpersóna myndarinnar, og syngja… Lesa meira

Íslendingar stela senunni af vanaföstum Will Ferrell


„Ja Ja Ding Dong, 21st Century Viking og Lion of Love eru ómissandi“

Eurovision Song Contest: The Story of Fire Saga er miklu fjörugri bíómynd heldur en halda mætti út frá bæði dómum myndarinnar, almennum ferli Wills Ferrells svo ekki sé minnst á þennan glataða titil. Það að risarnir hjá Netflix hafi ákveðið að vaða í gamansögu með Ferrell í hlutverki Íslendings sem… Lesa meira

Abbababb verður að kvikmynd – Óskað eftir leikprufum


Nú má búast við Prumpulaginu á hvíta tjaldinu.

Óskað er eftir krökkum á aldrinum 6-13 ára fyrir íslensku dans- og söngvamyndina Abbababb. Myndin er byggð á samnefndum söngleik eftir Dr. Gunna tónlistarmann og verður henni leikstýrt af Nönnu Kristínu Magnúsdóttur. Abbababb hlaut 120 milljóna króna vilyrði frá Kvikmyndamiðstöð. Ásgrímur Sverrisson (Reykjavík) skrifar handritið og þeir Júlíus Kemp og… Lesa meira

Nýjar frestanir í ljósi aukinna smita


Hefur bíósumrinu verið endanlega aflýst?

Frumsýning nýjustu kvikmyndarinnar frá Christopher Nolan, TENET, hefur verið færð aftar um nokkrar vikur og útlit er fyrir því að hið sama muni gerast með Mulan. Áætlað var að frumsýna báðar stórmyndirnar undir lok næstkomandi júlímánaðar en í ljósi aukninga á COVID-smitum vestanhafs er ólíklegt að grænt ljós verði gefið… Lesa meira

Týndu íslensku kvikmyndirnar – Hefur þú séð þær?


Þessar mega ekki gleymast!

Ólíkt því sem margir halda, þá gerist það annað slagið að kvikmyndir hverfa nánast af yfirborði jarðar. Íslenskar kvikmyndir hafa til dæmis því miður ekki allar ratað á stafrænt form. Í þeim flokki eru misfrægar bíómyndir, en þær eiga það líklega sameiginlegt að ekki hefur gefist tækifæri eða fjármagn til… Lesa meira

Ólíklegt að Gibson verði í framhaldsmyndinni – „Á ég eftir að fá AIDS?“


Hefur kjaftur Gibsons komið honum í klandur á ný?

Leikstjórinn og fyrrum stórleikarinn Mel Gibson hefur eina ferðina enn komið sér í sviðsljósið vegna umdeildra ummæla í garð gyðinga og Hollywood-bransinn farinn að bregðast við í takt. Andúðin að sinni gaus upp eftir að breski miðillinn Sunday Times birti viðtal við leikkonuna Winonu Ryder, þar sem hún rifjar upp… Lesa meira

Upphafsreiturinn sem borgaði sig: Á flugi í fimmtán ár


Það blasir fljótt við að Batman Begins er ekki ofurhetjumynd sem hefur verið tjaslað saman af nefnd eða færibandi, heldur er þetta saga frá fólki – þeim Nolan-bræðrum í þessu tilfelli – sem höfðu niðurneglda túlkun á efninu. Þegar Batman Begins lenti í kvikmyndahúsum um miðjan júní árið 2005 var…

Það blasir fljótt við að Batman Begins er ekki ofurhetjumynd sem hefur verið tjaslað saman af nefnd eða færibandi, heldur er þetta saga frá fólki - þeim Nolan-bræðrum í þessu tilfelli - sem höfðu niðurneglda túlkun á efninu. Þegar Batman Begins lenti í kvikmyndahúsum um miðjan júní árið 2005 var… Lesa meira

RIFF hlýtur 8 milljónir í styrk frá Evrópusambandinu


RIFF verður ekki á meðal fórnarlamba COVID.

Útlit er fyrir því að COVID hafi engin áhrif á Alþjóðlega kvikmyndahátíð í Reykjavík (RIFF), en reiknað er með að hátíðin verði haldin í 17. sinn í haust.Í tilkynningu frá RIFF segir að aðstandendur hátíðarinnar hafi hlotið Creative Europe–Media-styrk frá Evrópusambandinu. Styrkurinn nemur nærri átta milljónum króna og er veittur… Lesa meira

Disney+ til Íslands í haust


Disney, Marvel, Pixar og fleira undir sama þakinu - loksins á leið til Íslands.

Streymisveitan Disney+ mun hefja göngu sína á íslenskan markað þann 15. september næstkomandi. Að auki verður opnað fyrir Disney+ í Portúgal, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Belgíu og Lúxemborg á sama tíma en streymið hófst upphaflega vestanhafs í nóvember í fyrra. Þykir líklegt að verðið fyrir áskriftina en það verður 7,88… Lesa meira

40 ára afmælisútgáfa Grease sýnd í næstu viku


Þá er bara að dusta rykið af gamla leðurjakkanum...

Hinn sívinsæla söngva- og dansmynd Grease frá 1978 er mörgum í fersku minni en þar fóru Olivia Newton-John og John Travolta á kostum og það meira. Nú eru liðin yfir 40 ár frá því þau léku kærustaparið Danny og Sandy og sungu af innlifun um sumarástina. Félagslíf þeirra Danny og… Lesa meira

„Baby“ borinn þungum sökum: „Mér þykir þetta afar leitt“


Hjartaknúsarinn var sakaður um kynferðisbrot á dögunum - og segir sína hlið málsins.

Bandaríski leikarinn og skemmtikrafturinn Ansel Elgort hefur verið í brennidepli á samfélagsmiðlum síðustu daga. Eins og víða hefur verið greint frá var leikarinn sakaður um að hafa framið kynferðisbrot gagnvart stúlku árið 2014, en umrædd stúlka var þá undir lögaldri að eigin sögn.Ásakandinn, Gabby, gaf út yfirlýsingu á samskiptavefnum Twitter… Lesa meira