Þrjátíu þúsund Íslendingar hafa séð Hvolpasveitina vinsælu í bíó.
Íslendingar sem hafa séð kvikmyndina um Hvolpasveitina stórvinsælu í bíó eru nú þrjátíu þúsund talsins. Af aðsóknartölum helgarinnar að dæma hefur teiknimyndin haldið tryggri stöðu á topplista kvikmyndahúsa og hafa alls tæplega 23 þúsund manns séð myndina. Með helstu íslensku raddhlutverk myndarinnar fara Patrik Nökkvi Pétursson, Steinn Ármann Magnússon, Agla… Lesa meira
Fréttir
Dune kemur í bíó í vikunni – Leikstjórinn vill að hennar sé notið í bíósal
Dune kemur í bíó á föstudaginn!
Í þessari viku verður ein ný kvikmynd frumsýnd í bíóhúsum hér á landi. Þar er um að ræða vísindaskáldsöguna Dune í leikstjórn Denis Villeneuve, sem áður hefur gert stórmyndir eins og Arrival, Blade Runner og Sicario. Myndin verður frumsýnd á föstudaginn en á fimmtudaginn, eða daginn áður, býður kvikmyndir.is heppnum… Lesa meira
Sló í gegn í Nattevagten
Aðalleikari dönsku kvikmyndarinnar Smagen af Sult, sem er nýkomin í bíó, danska Hollywood stjarnan Nikolaj Coster-Waldau, kemur frá Ærø í Danmörku. Hann lærði leiklist í Statens Teaterskole og útskrifaðist árið 1993. Stóra tækifærið kom þegar hann lék í Ole Bornedal tryllinum Nattevagten árið eftir. Fljótlega eftir aldamótin landaði hann fyrsta…
Coster-Waldau í hlutverki sínu í Game of Thrones Aðalleikari dönsku kvikmyndarinnar Smagen af Sult, sem er nýkomin í bíó, danska Hollywood stjarnan Nikolaj Coster-Waldau, kemur frá Ærø í Danmörku. Hann lærði leiklist í Statens Teaterskole og útskrifaðist árið 1993. Stóra tækifærið kom þegar hann lék í Ole Bornedal tryllinum Nattevagten… Lesa meira
Ekki búast við bregðuatriðum eins og í The Conjuring
Hrollvekjusnillingurinn James Wan lofar öðruvísi stemningu að þessu sinni.
Þegar nafn leikstjórans og framleiðandans James Wan ber á góma tengja margir það strax við annars vegar pyntingaklám (e. torture porn) vegna Saw myndaflokksins ódauðlega og hinsvegar draugahroll eins og í The Conjuring. Í nýjustu mynd sinni, Malignant, sem hann bæði leikstýrir og skrifar handrit að, vill Wan eyða þessum… Lesa meira
Sjáðu fyrsta sýnishornið úr The Matrix Resurrections
Hvernig líst ykkur á fjórðu Matrix myndina út frá þessari stiklu?
Fyrsta stiklan fyrir fjórðu Matrix-myndina, The Matrix Resurrections, er loksins komin út. Áður en lengra er haldið eru lesendur hvattir til að skoða sýnishornið hér að neðan. Lana Wachowski leikstýrir myndinni sem kemur í bíó á annan í Jólum. Lana leikstýrði og skrifaði upprunalega Matrix-þríleikinn ásamt Lily systur sinni, en Lana… Lesa meira
Kvikmyndir.is býður í bíó – Sjáðu DUNE á sérstakri forsýningu
Taktu Sci-fi prófið!
Fimmtudaginn 16. september (kl. 20:30 í Sambíóunum Egilshöll) stendur Kvikmyndir.is að sérstakri forsýningu á stórmyndinni DUNE. Þú átt kost á miðum með því að taka þátt í getraun(um) á vegum vefsins. Dune byggir á samnefndri bók sem Frank Herbert gaf út árið 1956 og framhaldssögum hans. Hún fjallar í stuttu… Lesa meira
„Ég fagna öllum verkum okkar sem eldast illa“
Stjörnuklipparinn Elísabet Ronalds segir frá faginu, bransanum og fjölskyldunni.
Elísabet Ronaldsdóttir, einn færasti klippari landsins, hefur gert garðinn frægan síðustu árin með vinnu sinni að vinsælum titlum á borð við John Wick, Atomic Blonde, Deadpool 2 ásamt myndinni Between Heaven and Earth eftir Najwa Najjar. Næst á teikniborði hennar er spennumyndin Bullet Train með Brad Pitt, Söndru Bullock og… Lesa meira
Dolfallinn yfir Dune: „Þetta er ástæðan fyrir því að mig langaði til að verða leikari“
Skyggnst er á bakvið tjöldin á stórmyndinni DUNE.
„Denis Villeneuve hefur frábær tök á persónudrifnum sögum, hvort sem þær eru stórar eða smáar í umfangi," segir leikarinn Timothée Chalamet um leikstjóra nýju DUNE kvikmyndarinnar. Í stuttu myndbroti sem sjá má hér að neðan er skyggnst á bak við tjöldin og rakin saga bæði myndarinnar og arfleið upprunalega verksins.… Lesa meira
Einstök aðlögun með fingraförum Lynch
Með árunum hefur myndast költ í kringum Dune frá David Lynch, enda stórlega vanmetin.
Kvikmynd David Lynch “Dune” frá 1984 byggð á skáldsögu Frank Herberts frá 1965 er áhugavert innlegg í kvikmyndasöguna. Þegar bókin kemur út er hippatíminn að springa út og þemu bókarinnar sem eru umhverfisvernd, andúð á stórfyrirtækjum, ofnýtingu náttúruauðlinda og áhersla á að efla hæfileika mannsins frekar en tækni áttu upp… Lesa meira
Malignant og Smagen af Sult koma í bíó í vikunni
Tvær nýjar kvikmyndir koma í bíóhús í þessari viku.
Tvær nýjar kvikmyndir koma í bíóhús í þessari viku, nánar til tekið á föstudaginn. Þær eru frekar ólíkar, en ótrúlega áhugaverðar hvor á sinn hátt. Malignant kemur úr smiðju James Wan ( Saw, Conjuring, Aquaman, Fast 7 osfr. osfrv. ) en yfirleitt er hægt að stóla á sannkallaðan gæðahroll þegar… Lesa meira
Nýjasta Marvel hetjan sló í gegn
Myndin hefur til að bera hasar, grín, kung-fu og fullt af spennu svo fátt eitt sé nefnt.
Marvel hetjan Shang-Chi í kvikmyndinni Shang-Chi and the Legend of the Ten Rings sló í gegn í kvikmyndahúsum hér á landi um helgina, en einnig í Bandaríkjunum, en hún trónir á toppi aðsóknarlista í báðum löndunum eftir sýningar helgarinnar. Sá sem leikur Shang-Chi, hinn kanadíski Simu Liu, er fyrsti asísk… Lesa meira
Með eitt stórt Super Mario bros
Hvers vegna eru Maríóbræður ekki bræður í költ-kvikmyndinni þekktu?
Ítalski píparinn frá Nintendo er með þekktari fígúrum veraldar. Frá upprunalegri sköpun var alltaf tímaspursmál hvenær hann myndi rata á bíótjaldið – og í hvaða búningi. Aðeins nokkrum vikum áður en Júragarðurinn sigraði heiminn rötuðu Maríóbræður í kvikmyndahús og þá við lítinn hvell. Afraksturinn var nægilegt slys til að Nintendo… Lesa meira
Kvikmyndir.is forsýnir The Green Knight – Frímiðar í boði
Athugið að sýningin verður hlélaus vegna sóttvarna.
Fimmtudaginn 19. ágúst, kl. 20:00, verður haldin sérstök forsýning á kvikmyndinni The Green Knight í AXL sal Laugarásbíós.* Athugið að sýningin verður hlélaus og einungis verður boðið á hana. Hægt er að eiga möguleika á boðsmiðum með því að taka þátt í léttum leik (á Facebook-síðu okkar) eða hér að… Lesa meira
Sjálfsvígssveitin langvinsælust
Sjálfstæða framhaldið úr heimi DC lokkar Íslendinga í bíó.
Síðastliðinn miðvikudag var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum á Íslandi og á streymisveitu HBO Max um nýliðna helgi. Íslendingar létu sig ekki vanta í bíó og rauk myndin í toppsæti aðsóknarlistans með yfir fimm þúsund gesti.Um er að ræða sjálfstætt framhald DC-myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og… Lesa meira
Þetta eru öll lögin í The Suicide Squad
Frábær playlisti, ekki satt?
Á dögunum var stuð- og spennumyndin The Suicide Squad frumsýnd í kvikmyndahúsum og einnig á streymisveitu HBO Max. Um er að ræða sjálfstætt framhald myndarinnar ‘Suicide Squad’ (2016) og heldur snillingurinn James Gunn um stjórntaumana.Gunn, líkt og margir vita, er þekktastur fyrir Guardians of the Galaxy-myndirnar og hefur góður tónlistarsmekkur… Lesa meira
Bátsigling á toppnum
Ævintýrin eru vinsæl þessa dagana í kvikmyndahúsum.
Ævintýramyndin Jungle Cruise ber höfuð og herðar yfir aðra titla í kvikmyndahúsum þessa dagana hvað aðsókn varðar. Myndin flaug beint í efsta sæti íslenska aðsóknarlistans um helgina og voru hátt í fjögur þúsund manns sem sáu myndina í bíó. Þess má geta að myndin lenti einnig á streymi Disney+ gegn… Lesa meira
Hereditary olli miklum andlegum skaða
Hryllingsmyndin fræga er oft sögð ekki vera fyrir viðkvæma.
Bandaríski leikarinn Alex Wolff segir hryllingsmyndina Hereditary hafa tekið gríðarlega á og vill hann meina að hlutverk sitt í þeirri frægu kvikmynd hafi tekið gífurlega á sína andlegu heilsu, þá ekki síst svefninn - enn þann dag í dag. Þetta staðfesti Wolff í samtali við fréttamiðilinn Looper og kveðst leikarinn… Lesa meira
Kúnstin að taka upp símann
Félagarnir Atli Óskar og Elías Helgi taka upp á því að hringja í bransafólk í beinni.
Drengirnir í hlaðvarpinu Atli & Elías uppgötva tæknina til að hringja í fólk í miðjum þætti og auðvitað nýta þeir nýfengna krafta sína hóflega og aðeins til góðs.Þeir heyra í Einari Péturssyni á skrifstofunni sinni í Pegasus, hringja í móður annars þeirra uppi í sumarbústað og reyna að ná á… Lesa meira
Einn fremsti leikjahönnuður samtímans dásamar Kötlu
Höfðinginn er sáttur.
Hideo Kojima, einn af þekktustu leikjahönnuðum heims, oft kenndur við Metal Gear Solid seríunna og stofnandi Kojima Productions, virðist vera mikill aðdáandi KÖTLU, sjónvarpsþáttanna vinsælu á Netflix, og Baltasars Kormáks. Kojima hefur verið duglegur að mæla með seríunni á samfélagsmiðlum sínum með eftirtektarverðum færslum. Kojima kveðst hafa kynnst KÖTLU þegar… Lesa meira
Ekki vera fífl á tökustað
Nú snýr umræðan að KÖTLU og hvernig eitruð hegðun á tökustað lýsir sér.
Tvíeykið góða á bakvið hlaðvarpsþættina Atli & Elías lofar þéttpökkuðu og stórspennandi umfjöllunarefni að þessu sinni. Nú snýr umræðan að hinum vinsælu sjónvarpsþáttum KÖTLU og hvernig eitruð hegðun á tökustað lýsir sér. Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu… Lesa meira
Richard Donner látinn
Donner fór aldeilis yfir víðan völl og markaði sín spor í Hollywood.
Bandaríski kvikmyndagerðarmaðurinn Richard Donner lést í dag, 91 árs að aldri. Framleiðslufyrirtæki Donners staðfesti andlát hans við Variety en dánarorsök er enn ókunn.Ferill hans spannaði rúmlega fimmtíu ár sem leikstjóri og framleiðandi en hann var einna þekktastur fyrir allar fjórar Lethal Weapon-myndirnar ásamt The Omen, The Goonies, Ladyhawke og fyrstu… Lesa meira
A24 tryggir sér réttinn á Dýrinu
Um er að ræða eitt virtasta „indí“ fyrirtækið í kvikmyndaheiminum.
Bandaríska framleiðslufyrirtækið A24 hefur tryggt sér dreifingaréttinn á kvikmyndinni Dýrið (e. Lamb) eftir Valdimar Jóhannesson, hans fyrstu kvikmynd í fullri lengd. Um er að ræða eitt virtasta „indí“ fyrirtækið í kvikmyndaheiminum* og hefur hver titill frá merkinu á eftir öðrum sópað til sín lofi og verðlaunum. Dýrið var nýverið á… Lesa meira
36% Íslendinga horft á alla Kötlu: Meirihluti segir þættina góða
15% töldu þá vera hvorki góða né slæma og 7% töldu þá vera slæma.
Spennuþáttaröðin Katla hefur verið á margra vörum víða um heim. Um 36% Íslendinga hafa horft á alla þættina á Netflix og 20% hafa byrjað að horfa á þá. Þetta kemur fram í nýrri könnun Prósents, sem framkvæmd var dagana 24. júní til 30 júní. Um 29% Íslendinga telja að þau… Lesa meira
Leynilögga keppir um Gyllta hlébarðann
„Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll“
Hasargamanmyndin Leynilögga hefur verið valin í aðalkeppni kvikmyndahátíðarinnar í Locarno, sem fram fer í Sviss dagana 4. – 14. ágúst. „Að frumsýna myndina á virtri hátíð eins og Locarno er sérstakur heiður fyrir okkur öll sem komum að myndinni. Þar sem lítið hefur verið um kvikmyndahátíðir vegna Covid er óvanalega… Lesa meira
Katla upphafið að einhverju stærra: „Við héldum okkur við ákveðinn realisma“
„Ég hef unnið að þessu og dreymt um að stækka kökuna hérna,“ segir Baltasar.
„Ég vissi að þetta yrði ekki auðvelt enda þungt í framleiðslu. Ég vildi ekki hlaupa til með þetta en svo fékk ég hringingu frá Netflix og þá fór vélin hratt af stað,“ segir Baltasar Kormákur kvikmyndagerðarmaður.Eins og mörgum er eflaust kunnugt var sjónvarpsþáttaröðin Katla gefin út á streymi Netflix í… Lesa meira
Luca hvorki í bíó né með íslensku tali
„Það var búið að ráða leikara í öll raddhlutverk“
Útlit er fyrir að ævintýramyndin Luca, sú nýjasta frá stórrisunum Pixar, dótturfélagi Disney, fáist ekki með íslenskri talsetningu auk þess að verða ekki sýnd í kvikmyndahúsum hérlendis. Heimildir kvikmyndir.is herma að ákvörðunin komi mörgum að óvörum enda hafi fyrirvarinn verið skammur. Búið var að ráða raddleikara í öll hlutverk kvikmyndarinnar… Lesa meira
Færustu klipparar landsins?
Rætt er um listina að klippa - og listafólkið sem klippir.
Klipping er trúlega eitt vanmetnasta fag kvikmyndagerðar og þykir miður að ekki séu fleiri til sem eru eins konar rokkstjörnur í heimi snillinga í samsettu efni. En er hæglega hægt að koma auga á góða klippingu í kvikmynd, tónlistarvídeói eða sjónvarpsþætti? Er auðveldara að sjá þær slæmu? Vissir þú að… Lesa meira
Wilhelm öskrið út um allt
Það þekkja það ekki allir undir nafninu, en flestir í heiminum hafa heyrt þetta stórfræga öskur.
„Er ykkur ekkert treystandi fyrir sköpuðum hlutum?“ Hlaðvarpsþátturinn Poppkúltúr, eða réttara sagt 'aukaþáttur' seríunnar, tekur nýjan snúning að þessu sinni með áherslu á hið goðsagnarkennda. Á fimmta glápi Blóðhefndar finnur annar þáttastjórnandi sig knúinn til að kryfja einn merkilegasta fylgihlut spennumyndarinnar: gamla góða Wilhelm öskrið. Það þekkja ekki allir til… Lesa meira
Með tannpínu og lof frá KMÍ
Tvíeykið góða kannar stórbrotnar slóðir.
Tvíeykið góða á bakvið hlaðvarpsþættina Atli & Elías lofar stútfullu og þéttpökkuðu umfjöllunarefni að þessu sinni. Á dagskrá er meðal annars stuttmyndakeppni Stockfish og hvað mætti betur fara hjá aðstandendum hátíðarinnar. Félagarnir ræða einnig handritsstyrki, blússandi umsögn frá KMÍ og hvort minna reynt kvikmyndagerðarfólk ætti að bjóðast til að þiggja… Lesa meira
Yfir 600 titlar á Disney+ væntanlegir með íslenskum texta eða tali
Myndirnar verða aðgengilegar á streymisveitunni Disney+ í lok júní.
Yfir 600 kvikmyndir verða aðgengilegar með íslenskum texta eða tali á streymisveitunni Disney+ á næstunni, þar af eru yfir 100 teiknimyndir talsettar á íslensku. Þessu greindi Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra frá á Facebook-síðu sinni í dag en hún hefur lengi unnið að því að fá Disney til að tryggja að bíómyndir… Lesa meira

