Kúnstin að taka upp símann

Drengirnir í hlaðvarpinu Atli & Elías uppgötva tæknina til að hringja í fólk í miðjum þætti og auðvitað nýta þeir nýfengna krafta sína hóflega og aðeins til góðs.

Þeir heyra í Einari Péturssyni á skrifstofunni sinni í Pegasus, hringja í móður annars þeirra uppi í sumarbústað og reyna að ná á Júlíus Kemp til að rukka skuld. Félagarnir vilja þó taka fram fram að umræddur reikningur hafi síðar verið greiddur.

Atli Óskar og Elías Helgi, leikarabræður með meiru, eru bestu vinir og starfa báðir í kvik­mynda­gerð. Þeir hófu fer­il­inn sem ungir leik­arar í kvik­mynd­inni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvik­mynda­gerð­ar, Atli sem fram­leið­andi og Elías sem hand­rits­höf­und­ur.

Þeir lærðu kvik­mynda­gerð í Los Angeles í Bandaríkjunum en búa og starfa núna á Íslandi. Þáttur þeirra fjallar um þeirra eigin upp­lifun af kvik­mynda­brans­anum á Ísland­i.

Hægt er að hlusta á nýjasta þáttinn hér eða í gegnum Spotify að neðan: