Sjáðu fyrsta sýnishornið úr The Matrix Resurrections

Fyrsta stiklan fyrir fjórðu Matrix-myndina, The Matrix Resurrections, er loksins komin út. Áður en lengra er haldið eru lesendur hvattir til að skoða sýnishornið hér að neðan. Lana Wachowski leikstýrir myndinni sem kemur í bíó á annan í Jólum.

Lana leikstýrði og skrifaði upprunalega Matrix-þríleikinn ásamt Lily systur sinni, en Lana kemur einnig að hand­ritinu á­samt þeim Aleksandar Hemon (The Lazarus Project) og David Mitchell (Cloud Atlas).

Auk aðalleikarans Keanu Reeves snýr Matrix leikkonan Carrie-Anne Moss aftur ásamt Jada Pinkett Smith og Lambert Wilson. Með þeim eru Christina Ricci, Yahya Abdul-Mateen II, Neil Patrick Harris og Priyanka Chopra Jonas.