Fimm framhaldsmyndir á toppnum

Mikið framhaldsmyndafár ríkir nú á íslenska bíóaðsóknarlistanum, en hvorki fleiri né færri en fimm framhaldsmyndir eru nú á toppi íslenska listans.

Í efsta sætinu, sína aðra viku á lista, er ABBA dans- og söngvamyndin Mamma Mia! Here We Go Again, þá kemur Hotel Transylvania 3, Equilizer 2 er í þriðja sætinu, Hin ótrúlegu 2 í því fjórða, og svo í því fimmta situr Ant-Man and the Wasp, sem er önnur myndin í þeim flokki.

Ein ný mynd er á listanum að þessu sinni, Hotel Artemis, sem fer beint í 13. sæti listans.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan: