Fimm Fantastic Beasts-myndir á leiðinni

Þrátt fyrir að fyrsta kvikmyndin sem fjallar um atburðina sem gerðust áður en Harry Potter fæddist er ekki enn komin í bíó, Fantastic Beasts and Where to Find Them, hefur rithöfundurinn J.K. Rowling greint frá því að fimm slíkar myndir verði líklega gerðar.

fantastic-beats

„Við vissum alltaf að þetta yrði fleiri en ein mynd,“ sagði Rowling. „Núna er ég búin að ákveða söguþráðinn almennilega, þannig að við erum nokkuð viss um að þetta verði fimm myndir.“

Fantastic Beasts and Where to Find The er væntanleg í bíó í nóvember. Hún er byggð á samnefndri bók Rowling frá árinu 2001 sem hún skrifaði undir dulnefninu Newt Scamander. Bókin fjallar um hinar ýmsu verur í töfraheimi Harry Potter.