Nýjar „Harry Potter“ myndir á leiðinni

Warner Bros. Entertainment og rithöfundurinn J.K. Rowling eru að þróa nýja seríu af myndum sem innblásnar verða af Harry Potter – Hogwart bókinni „Fantastic Beasts and Where to Find Them“ og ævintýrum skáldaðs höfundar þeirra, Newt Scamander.

936full-harry-potter-and-the-deathly-hallows_-part-1-poster

J.K.Rowling mun þarna sjálf þreyta frumraun sína sem handritshöfundur fyrir kvikmyndir.

Rithöfundurinn varar fólk við því að búast við nýjum Harry Potter kvikmyndum í yfirlýsingu sem Warner Bros sendu frá sér. „Lög og venjur hins dulda töfrasamfélags verður kunnugt öllum þeim sem hafa lesið Harry Potter bækurnar eða séð kvikmyndirnar, en saga Newt byrjar í New York, sjötíu árum áður en sögurnar um Harry byrja,“ sagði Rowling.

Harry Potter myndirnar átta að tölu, sem voru sýndar á bilinu frá 2001 til 2011, skiluðu Warner Bros meira en 7 milljörðum Bandaríkjadala í tekjur miðasölu á alheimsvísu, en serían er sú tekjuhæsta í kvikmyndasögunni.

Hér má lesa yfirlýsingu Rowling í heild sinni á vef Variety kvikmyndaritsins.

 

Nýjar "Harry Potter" myndir á leiðinni

Warner Bros. Entertainment og rithöfundurinn J.K. Rowling eru að þróa nýja seríu af myndum sem innblásnar verða af Harry Potter – Hogwart bókinni „Fantastic Beasts and Where to Find Them“ og ævintýrum skáldaðs höfundar þeirra, Newt Scamander.

936full-harry-potter-and-the-deathly-hallows_-part-1-poster

J.K.Rowling mun þarna sjálf þreyta frumraun sína sem handritshöfundur fyrir kvikmyndir.

Rithöfundurinn varar fólk við því að búast við nýjum Harry Potter kvikmyndum í yfirlýsingu sem Warner Bros sendu frá sér. „Lög og venjur hins dulda töfrasamfélags verður kunnugt öllum þeim sem hafa lesið Harry Potter bækurnar eða séð kvikmyndirnar, en saga Newt byrjar í New York, sjötíu árum áður en sögurnar um Harry byrja,“ sagði Rowling.

Harry Potter myndirnar átta að tölu, sem voru sýndar á bilinu frá 2001 til 2011, skiluðu Warner Bros meira en 7 milljörðum Bandaríkjadala í tekjur miðasölu á alheimsvísu, en serían er sú tekjuhæsta í kvikmyndasögunni.

Hér má lesa yfirlýsingu Rowling í heild sinni á vef Variety kvikmyndaritsins.