Erótík og heimska í nýjum Myndum mánaðarins

Febrúarhefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins, 253. tölublað, er komið út, en eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í febrúarmánuði sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

10945491_10152606089681931_8974354030471835796_n

Á forsíðum blaðsins eru annarsvegar erótíska myndin Fifty Shades of Grey á bíóhlutanum, sem frumsýnd verður 13. febrúar nk.,  en á DVD hlutanum eru það æringjarnir Jim Carrey og Jeff Daniels í Dumb and Dumber To, sem kemur út á vídeó 27. febrúar.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, bíófréttir og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is