Fegurð og lobbíisti í nýjum Myndum mánaðarins

Marshefti kvikmynda – og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins er komið út í rafrænni útgáfu. Eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar á nýjustu myndum bíóhúsanna í marsmánuði, sem og nýjum myndum sem gefnar verða út á DVD, Blu-ray og/eða VOD í mánuðinum.

Á forsíðum blaðsins er annarsvegar ævintýramyndin Beauty and the Beast í bíóhlutanum, og í VOD hluta tímaritsins er það Miss Sloane með Jessica Chastain í aðalhlutverki, en hún leikur í myndinni lobbíistann Elizabeth.

Beauty and the Beast kemur í bíó 17. mars nk. en Miss Sloane kemur á VOD og DVD 31. mars.

Einnig má í blaðinu sjá það nýjasta á tölvuleikjamarkaðnum og margt fleira, eins og stjörnuspá, gullkorn, bíófréttir, topplista og bíómiðaleik.

Smelltu hér til að lesa Myndir mánaðarins á kvikmyndir.is