Erlendis Criminal Minds

Bandaríska sjónvarpsstöðin CBS ætlar að búa til hliðarþátt ( spinoff ) af hinum vinsælu þáttum Criminal Minds, þar sem atferlissérfræðingar alríkislögreglunnar FBI rannsaka hrottaleg morðmál af einstakri glöggskyggni. Þættirnir eru sýndir hér á landi.

Þessi hliðarþáttur mun verða sýndur sem hluti af núverandi seríu af Criminal Minds um miðjan febrúar.

criminalminds1

Rétt eins og Criminal Minds, sem fjallar um eins og áður sagði atferlisgreinendateymi innan FBI, þá mun þessi þáttur einnig fjalla um sérstaka deild innan alríkislögreglunnar.

Þátturinn mun segja frá FBI fulltrúum sem hjálpa bandarískum ríkisborgurum sem lenda í vandræðum utan Bandaríkjanna.

Fyrsti hliðarþátturinn sem CBS gerði af Criminal Minds var sýndur tímabilið 2009-2010, og var þá einnig um að ræða stakan þátt sem sýndur var inni í aðalseríunni. Það verkefni endaði sem sería; Criminal Minds: Suspect Behavior, og var sýnd tímabilið 2010-2011.

CBS hefur til þessa einnig sett í gang hliðarseríur af CSI ( 2, CSI: Miami, CSI: NY og CSI: Cyber sem kemur í vor ) og NCIS ( 2, NCIS: LA og NCIS: New Orleans).

Criminal Minds eru nú á sínu tíunda tímabili í sjónvarpi og er enn á meðal vinsælustu drama þátta CBS.