Shemar í Glæpahneigð svikinn af samleikara

Glæpahneigðarleikaranum ( Criminal Minds ) Shemar Moore hafa verið dæmdir 61,084 Bandaríkjadalir í bætur frá fyrrum samleikara sínum í þáttunum, Keith Tisdell, sem sveik góðgerðarfélag Moore, samkvæmt talsmanni lögreglunnar í Los Angeles.

Sagt er frá þessu á kvikmyndavefnum The Wrap.

shemar moore

Moore og Tisdell urðu vinir eftir að sá síðarnefndi lék í tveimur þáttum af Glæpahneigð, persónu að nafni Rodney Harris.

Moore lék greinandann Derek Morgan í þessum vinsælu CBS þáttum frá árinu 2005, og þar til fyrr á þessu ári.

Tisdell tengdist góðgerðarfélagi Moore, Baby Girl LLC, en síðar kom í ljós að fé vantaði í sjóði félagsins. Tisdell var handtekinn og játaði þjófnaðinn, samkvæmt dagblaðinu Los Angeles Times.

Lestu einnig: Gibson vísað úr Glæpahneigð

Moore sagðist ekki vera að standa í þessu máli peninganna vegna, heldur vegna þess að Tisdell misnotaði vinskap hans. „Þetta er ekki í lagi. Þú gerir fólki ekki svona.“

Tisdell þarf að skila peningunum sem hann stal og halda skilorð í þrjú ár.