Eins og hræddur chihuahua-hundur

Jennifer Lawrence óttast að verðlaunaathafnir á borð við Óskarsverðlaunin eigi eftir að breyta henni í hræddan chihuahua-hund.

Silver Linings Playbook-leikkonan vann Óskarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni en datt á leiðinni upp stigann þegar hún ætlaði að taka á móti styttunni. Henni líður ekki vel á slíkum athöfnum og segir oft tóma vitleysu, að eigin sögn.

„Ég óttast að allt líf mitt verði ég eins og hræddur chiahuahua-hundur,“ sagði hún við tímaritið Fabulous. „Ég er ekki í þægindahringnum mínum á svona athöfnum. Mér líður best þegar ég er að leika í kvikmyndum. Þegar ég er látinn ganga eftir rauða dreglinum eða fer upp á svið breytist ég í Jennifer-chihuahua,“ sagði hún.

„Ég hef enga stjórn á því sem ég segi. Ég myndi örugglega breytast í málleysingja ef ég myndi lesa allt það sem ég læt út úr mér.“