Ég drep þá alla – Fyrsta stikla úr John Wick: Chapter 2

„Maðurinn, Þjóðsagan, Goðsögnin“. Með þessum orðum hefst fyrsta stiklan úr John Wick: Chapter 2 sem kom út í dag, en það er óhætt að segja að fyrrum leigumorðinginn Wick hafi engu gleymt og fjöldi manna fellur í valinn áður en yfir lýkur. „Það er sama hver kemur, ég drep þá alla,“ segir Wick síðar í stiklunni.

john-wick-chapter-two-1-620x414

Sami leikstjóri, handritshöfndur og aðalleikari eru hér mættir aftur til leiks síðan úr fyrri myndinni frá árinu 2014, sem var óvæntur smellur, eða þeir Chad Stahelski, Derek Kolstad og að sjálfsögðu aðalstjarnan Keanu Reeves.

Í þessari framhaldsmynd fer Wick til útlanda til að vinna með leigumorðingjahópi sem einnig kom við sögu í síðustu mynd. 

Aðrir helstu leikarar eru Laurence Fishburne, Ruby Rose, Common, Ian McShane og Peter Stormare.

Kíktu á stikluna hér fyrir neðan og plakatið þar fyrir neðan. Myndin kemur í bíó 10. febrúar nk.:

keanu-john-wick-poster