Kvikmyndaverin forðast Reeves

KeanuReevesAPBandaríski leikarinn Keanu Reeves, sem er hvað þekktastur fyrir hlutverk sín í myndunum The Matrix og Speed, er þessa dagana að kynna spennumyndina John Wick. Leikarinn fer með titilhlutverkið í myndinni og leikur þar leigumorðingja sem missir allt sem honum er kærast og í kjölfarið reynir hann að koma fram hefndum.

Í nýlegu viðtali sem birtist á síðu IndieWire segir Reeves að honum bjóðist ekki jafn mörg hlutverk og áður fyrr, en Reeves hefur leikið í myndum sem hafa nánast sett kvikmyndaver á hausinn.

,,Síðasta stórmynd sem ég gerði var 47 Ronin,“ var haft eftir Reeves, en myndin kom út í miklu tapi, eða 152 milljónum USD. ,,Svo var það The Day the Earth Stood Still, þannig það gefur auga leið afhverju ég hef ekki verið að fá mikið af tilboðum upp á síðkastið,“ segir Reeves um ástæðuna.

Þegar Reeves er spurður hvað honum finnist um það að stóru kvikmyndaverin séu nánast byrjuð að forðast hann þá svarar hann blákalt: ,,Það er ömurlegt, en svona er þetta,“.

Spennumyndin John Wick verður frumsýnd vestanhafs þann 24. október næstkomandi.