Reeves í hefndarhug í nýrri stiklu

Leikarinn Keanu Reeves fer með titilhlutverkið í spennumyndinni John Wick. Í myndinni leikur Reeves leigumorðingja sem missir allt sem honum er kærast.

Wick missir konuna sína og eftir það er bílnum hans stolið af glæpagengi með þeim afleiðingum að þeir drepa hundinn hans í leiðinni. Wick ákveður í kjölfarið að leita hefnda og eltir gengið uppi, en þá upphefst ný flétta, þar sem faðir aðalþorparans er glæpaforingi í New York.

hr_John_Wick_1

Myndin er frumraun Chad Stahelski sem leikstjóri, en hann er einn þekktasti áhættuleikari í Hollywood og hefur séð um áhættuleik í myndum á borð við The Hunger Games, Iron Man og Rambo.

Hér að neðan má sjá fyrstu stikluna úr myndinni sem verður frumsýnd þann 24. október næstkomandi.