Þrjár nýjar elta Djúpið

djupidÍslenska myndin Djúpið eftir Baltasar Kormák er vinsælasta DVD myndin á landinu aðra vikuna í röð, en þrjár nýjar myndir náðu ekki að hrifsa toppsætið af henni. Þessar þrjár nýju eru spennutryllirinn White House Down, ævintýramynd Gore Verbinski The Lone Ranger og Only God Forgives með Ryan Gosling í aðalhlutverki.

Í fimmta sætinu situr svo gömul toppmynd, The Call með Halle Berry í aðalhlutverkinu.

Tvær nýjar myndir eru á listanum til viðbótar. Niko 2 er í 18. sætinu og Falskur Fugl, sem gerð er eftir sögu Mikaels Torfasonar, er í 20. sæti.

Sjáðu listann í heild sinni hér fyrir neðan:

listinnnnnn

Stikk: